12.7.03

Það eru álög á vinnuhelgum mínum þetta sumarið. Fyrir hálfum mánuði var ég að vinna. Þá var jazzhátíð, fullt hús af gestum, útihátíð í stofunni og gargandi blíða úti.
Um síðustu helgi var ég ekki að vinna. Þá var fýlulegt veður og ekkert að gerast í menningar- eða félagslífi.
Um þessa helgi er ég að vinna, og eins og við manninn mælt, Snorri Hergill á svæðinu (var reyndar gróflega misnotaður sem afsökun fyrir fyllerýi í gær, þar sem hann sjálfur var lasinn og komst ekki með), partý á Lagarfljótsorminum í kvöld og sólin skín, þvert ofan í fúlar veðurspár. Það lítur út fyrir að safngestir verði bara að lifa við það að safnvörður hér verði meira og minna fullur/þunnur/geðvondur aðra hverja helgi í sumar.
Annars var uppistandið hans Snorra hreinasta gargandi snilld í gær, eins og við var að búast. Það mættu reyndar alveg skítlega fáir, en eftirá að hyggja þá er mér bara alveg hjartanlega sama, enda fékk ég manninn hingað aðallega til að skemmta mér. Það gerði hann svikalaust, það er langt síðan ég hef hlegið svo mikið að ég fékk harðsperrur í þindina. Þeir sem af misstu, ja, þeir misstu bara af, og eru óhamingjusamari en þeir vita af fyrir vikið.
Ókei. Best að fara að reyna að láta renna af sér yfir ísfólkinu.

10.7.03

Helberasta lygi allra tíma:
"Á sumrin er ALLTAF gott veður fyrir Austan!"

Var rétt í þessu rétt orðin úti á leiðinni neðan úr Kaupfélagi og langaði (eins og svo oft oft oft áður) að öskra út í slagviðrið:
"JÁ EN ÞAÐ ER FOKKÍNG JÚLÍ!!!"

Allavega, ýmislegt er hægt að gera sér til skemmtunar þó úti sé veður vott og allt í klessu. Ég var búin að lofa nánari upplýsingum um Sauðkindina hann Snorra.

Næstfyndnasti maður Íslands verður sumsé með uppistand á
Cafe Nielsen,
annað kvöld (föstudag 11. júlí) klukkan 21.00 og miðaverð er kr. 500.-

Allir að mæta sem vettlingi (og regnkápu) geta valdið!

9.7.03

Neinei, bull og vitleysa.
Snorri Hergill og Sauðkindin eru búin að vera svaka dugleg og plögga sig sjálf útum allt. Mér skilst að Vaðbrekkuættin ætli að mæta, og þá erum við nú bara nokkuð góð með okkur.
Nú liggur bara fyrir að finna út hvar blessuð plakötin hafa endað í heiminum.
Semsagt, fyrir þá sem eru að leita að menningu/skemmtun hérnamegin á landinu á föstudagskvöldið:

SNORRI HERGILL OG FÉLAGAR
verða með uppistandið
SAUÐKINDIN
á Cafe Nielsen

Nánar auglýst um leið og ég er búin að sjá hvað stendur á þessum ágætu veggspjöldum.
Afsakið fjarveru mína allir góðir hálsar, er búin að liggja óvíg eftir að mínir elskulegu foreldrar færðu mér sem minjagrip frá Skotlandi þessa líka haldgóðu flensu, sem greinilega er kominn beint frá Satni sjálfum. Hér ætlaði ég að vera að róta upp menningarviðburðum, hægri, vinstri og beint, (handa Sævari) en lítið orðið úr sökum eymingjaháttar og óráðs. Ekkert hefur heldur bólað á plaggötum frá Snorra nokkrum Hergli sem ætlaði að vera með sitt ágæta uppistand "Sauðkindina" hér um helgina, þannig að huxanlega fresta ég honum fram yfir útferð hans sem ku standa fyrir dyrum.
Semsagt, alltívolli.