16.2.08

Æ fíl prittí

Um daginn fór ég að ráðum ljósmæðranna og fór alein í örstutta gönguferð. Þetta krafðist talsverðrar skipulagningar. En tækifærið sýndi sig að kvöldlagi í vikunni þegar Rannsóknarskip var að svæfa Freigátuna og Hraðbátur svaf á sitt græna svo ég gat laumað honum inn til þeirra og skroppið út í 10-11. (Fór að sjálfsögðu enga erindisleysu.)

En ástandið utandyra kom mér nú bara í opna skjöldu. Þetta var um hálfníuleytið á fimmtudaxkvöldi og á leiðinni heyrði ég skrílsleg partílæti úr einu húsi. Og í portinu við hliðina á búðinni stóð alvarlega útúrdópaður unglingur sem virtist varla með hálfa meðvitund og svona meira hékk bara á löppunum. Nú fer maður að huxa sér alvarlega til úthverfanna.

Ég er annars farin að hlakka mikið til að geta farið að hreyfa mig og gera hluti. Enn sem komið er þarf ég nú samt að sofa alveg fáránlega mikið og mér finnst ég ekkert koma neitt miklu í verk. En það er einhver svakalega athafnaþrá inní mér sem er alveg að fara að brjótast út. Á allra næstu vikum, spæ ég. Enda þarf að fara að skoða stöðuna á skólaverkefnunum. Og fleiru.

Enda er vorið alveg að koma. Snjórinn virðist vera á hröðu undanhaldi og það er farið að verða bjart næstum fram að kvöldmat! Freigáta og Rannsóknarskip fóru á róló í morgun þar sem mesta orkan ku hafa farið í að útskýra fyrir henni að ekki væri heilsusamlegt að drekka vatn úr pollum þar sem fuglarnir kúka í þá.

15.2.08

Samanburður

Best a�� byrja �� a�� monta sig af Valent��nusardeginum. ��g f��kk bl��m og heilan haug af s��kkula��i og fyrstu ser��una af Joey. Ranns��knarskip f��kk pizzu �� kv��ldmatinn. ��a�� er n�� frekar kl��kt hj�� m��r a�� vera anna�� hvert ��r band��l��tt �� b��ndadaginn og n��borin �� Valent��nusar- og konudag. Held ��g komist n�� samt ekki alveg upp me�� ��etta aftur alveg �� n��stunni.

A�� m��lum m��lanna.

��g var�� miklu meira hissa en ��g bj��st vi�� a�� ��g skyldi eignast str��k. Sennilega reikna��i ��g bara me�� annarri Freig��tu. ��g ver�� l��ka alltaf hissa ��egar ��g fatta eitthva�� n��tt sem hann gerir ����ruv��si en h��n. Og ��a�� er ��tr��lega margt sem menn eru b��nir a�� "gera" ���� ��eir s��u bara 12 daga gamlir.

- ��egar Freig��tan f��ddist grenja��i h��n eiginlega ekki neitt. H��n hvessti hins vegar �� okkur augunum og sko��a��i foreldra s��na vandlega. Hra��b��tur ��skra��i hins vegar alveg eins og lj��n og haf��i takmarka��an ��huga �� okkur fyrr en l��ngu seinna.��

- Freig��tan vildi helst ekki sofa, hvorki fyrr n�� s����ar, og helst ��tti a�� halda �� henni, halda henni uppr��ttri og leyfa henni a�� vera me��. H��n sofna��i alls ekki annars sta��ar en �� fanginu �� einhverjum fyrstu 8 m��nu��ina e��a svo. ��g ver�� alltaf jafnhissa ��egar ��g legg Hra��b��tinn fr�� m��r, jafnvel bara �� r��mi�� sitt, og hann kvartar sjaldnast neitt yfir ��v�� og er oftar en ekki sofna��ur eftir sm��stund.��

- Freig��tan vildi ekki snu��. Hra��b��tur er mikill snu��ma��ur og hann ver��ur sj��lfsagt kominn um fermingu ��egar h��gt ver��ur a�� venja hann af ��v��.

- ��egar Freig��tan var l��til las ��g einhverssta��ar a�� ef ungab��rn v��ru ��r��leg v��ri ��g��tisr���� a�� vefja ��au inn �� teppi e��a eitthva�� til a�� r��a ��au. ��g pr��fa��i ��a��. H��n var�� Brj��lu��. H��n var l��ka alltaf mj��g heitfeng og vildi helst��vera sem l��ttkl��ddust og me�� ekkert miki�� ofan �� s��r. ��g ��tla��i ��essvegna aldrei a�� ��ora a�� pr��fa a�� vefja Hra��b��tinn neitt. (Enda kannski ekki ��st����a til, hann hefur ekki enn or��i�� ��r��legur.) En �� lj��s kom a�� honum finnst ekkert betra en a�� vera miki�� kl��ddur, vafinn inn �� teppi og helst l��ka undir s��ng.

En m��r finnst ��au alltaf vera a�� ver��a l��kari og l��kari �� ��tliti. ��egar Freig��tan var n��f��dd ��tti Ranns��knarskipi�� ��a�� til a�� tala um hana sem "hann". N�� er okkur b����um ��fugt fari��. Hra��b��turinn er i��ulega "h��n" og er jafnvel kalla��ur "Gy��a". Eins gott a�� ��a�� er ekki langt �� sk��rnina og p��skana. Kannski f��rum vi�� a�� muna ��etta ��egar barni�� heitir eitthva��.

14.2.08

Nýjar myndir


Besta lei��in til a�� nenna a�� setja myndir einhverssta��ar er a�� lofa a�� gera ��a��. ��ess vegna bj�� ��g til sm�� myndas����u �� alb��minu af fyrstu d��gum Hra��b��tsins. Vona a�� ��etta virki.

Annars er ��g a�� sj��, m��r til skelfingar, a�� snj��rinn er a�� fara! Br����um hef ��g ekki lengur afs��kun til a�� berf��ttast inni allan daginn �� leti. En allar lj��sm����urnar eru b��nar a�� segja m��r a�� ��g eigi a�� fara a�� skreppa �� stuttar g��ngufer��ir, ��egar ��g get. En ��g bara er ekki a�� nenna ��v�� fyrr en vori�� kemur.

Vi�� Hra��b��tur erum ein heima �� dag. Freig��tan or��in hress og allir a��rir �� sk��lunum s��num. M����urskipi�� hefur veri�� duglegt. B��i�� a�� skrifa f����ingars��guna til a�� senda �� me��g��nguj��ga�� og Hafin hefur veri�� spilun �� Friends Fr�� Upphafi, sem er l��ngu ��kve��i�� a�� ver��ur verkefni vorsins. ��g fatta��i hins vegar ekki a�� ��ar me�� byrja ��g �� annarri me��g��ngu. Lesb��ska fyrrverandi konan hans Rosss er strax or��in ��l��tt...

13.2.08

Jámjám

Villíaní segist þurfa tíma til að huxa sig um. Mér finnst líklegra að hann vanti tíma til að gá hvort borgarbúar eru ekki tilbúnir að gleyma klúðrunum hans ef hann púllar nokkur kúl og vinsæl múv með borgarstjórninni sinni á næstu mánuðum. Sem getur bara vel verið.

En menn þurfa þá líka að finna upp á einhverju betra en að eyða haug af milljónum í einhverja húskofa við Laugaveginn.

Annars hefur nú bylur dottið af húsinu. Kvöldverðir með börnunum okkar eru orðin mikil ævintýri. Sá stóri er reyndar oftast hættur að vera nokkuð til vandræða. Sá litli er eiginlega ekki farinn að vera almennilega til vandræða ennþá, ef maður passar bara að hann sé búinn að borða rétt áður en athöfnin hefst. (Sem gerir reyndar að verkum að Móðurskipið tekur takmarkaðan þátt í undirbúningi máltíðar.) En sú tveggja ára snýr gjarnan öfugt í stólnum sínum, vill sjaldnast borða og er eiginlega alveg tveggja manna verk, ein og sér.

Og núna sitjum við og strákarnir frammi í stofu og heyrist ekki í okkur, en Rannsóknarskip er að reyna að svæfa litlu Hamhleypuna, með takmörkuðum árangri, heyrist mér. Hún var annars orðin hitalaus seinnipartinn í dag svo þau feðgin komast bæði í (fjársveltu) skólana sína á morgun, öllum til taumlausrar hamingju. Henni var illa farið að leiðast heimasetan í dag og máttu menn hafa sig alla við að skapa henni ný og ný verkefni.

Hraðbátur er nú orðinn 10 daga gamall. Hann er farinn að vaka pínulítið á milli blunda, en ekkert sem orð er á gerandi. Það er að komast regla á matartímana hans. Svo stækkar hann og stækkar og verður mannalegri með hverjum deginum. Myndir á morgun.

12.2.08

Á afturfótunum?

Það byrjaði um hálffjögur í nótt. Hraðbáturinn var búinn að vera fantagóður að sofa í vöggunni sinni, en vaknaði allt í einu og vildi fá Mikið Að Borða. Viðstöðulaust til hálfsjö í morgun, nánar tiltekið. Klukkan 4 vaknaði svo Freigátan og var komin með hátt í 40 stiga hita. Rannsóknarskip tók málin í sínar hendur og uppvartaði með hitastíla og ýmis hitalækkandi og svæfandi trix. En það tók sinn tíma. Smábátur var því einn um að fara í skólann sinn í morgun, en Freigátan er heima og Rannsóknarskip með henni. Allir eru líka frekar syfjaðir úldnir og eru að fara aftur að sofa, núna eftir hádegið. Hinn hraðstækkandi hraðbátur er annars að halda uppteknum hætti og vaknar oft í dag og vill þá drekka lennnngi. Ég held það sé ekki ímyndun í mér að hann sé að stækka þvílíkt.

Og eitt sem ég gleymdi að taka fram:
Ég kemst í gallabuxur! Það er ekki fallegt, og því síður þægilegt, meira svona eins og að vera rúllupylsa, en það er hægt að mjaka þeim upp og jafnvel hneppa! (En fegurðin og þægilegheitin koma líklega ekki fyrr en eftir svona 10 - 15 kíló í viðbót. En þau verða nú ekki lengi að fara ef barnið ætlar að halda áfram að éta mig upp til agna. Tala nú ekki um ef einhvern tíma verður fært út fyrir dyr með barnavagna.)

Annað sem ég gleymdi að segja:
Heimasíminn okkar er búinn að vera hálfdáinn síðan um jól. Hann varð einmana í jólafríinu og fyrirfór sér. Nú hefur hins vegar verið fjárfest í nýjum og minna viðkvæmum græjum, svo það er aftur hægt að hringja í okkur.

11.2.08

Afsakið hlé-ið

Internetið og Móðurskipið hafa legið niðri um helgina. Þannig er að nýr ráter kom í hús fyrir helgi, Móðurskip tengdi hann samviskusamlega en áður en tími gafst í uppsetningu fóru að gera vart við sig ýmis mein hjá hinni nýbornu, sem best varð við ráðið með því að liggja bara alveg kjur og sofa í um 2 sólarhringa. Var það gert svikalaust og erum við Hraðbátur búin að vera þaullegin í hjónarúminu síðan á laugardag. Um hádegi í dag var síðan risið úr rekkju, Hraðbáturinn, sem aldrei slíku vant var vakandi, fékk að vígja burðarsjalið og lagður í "slíng" og síðan var hafist handa við uppsetningu hins nýja ráters. Hraðbátur var sofnaður löngu áður en aðgerðum lauk.

En, volla, greinilega hefur hugboð mitt verið rétt og ráterinn borið ábyrgð á hæggeni alnetsins þráðlausa á heimilinu. Núna ferðast maður um netheima á hraða eldingarinnar auk þess sem það er mín trú og vissa að ekki þurfi að trítla fram á gang og slökkva og kveikja aftur á kvikindinu tvisvar á dag. Mikil framþróun í tækni og samskiptamálum heimilisins.

Annars er allt að komast í eðlilegt horf á heimilinu. Hraðbáturinn er alltaf jafn vær og góður, sefur bara og borðar og ég er ekki frá því að maður sjái hann stækka. Freigátan var svolítið lítil í sér fyrstu dagana, en hún er öll að verða sjálfri sér lík og elskar litla bróður sinn alveg út af lífinu. Svo það þarf aðeins að passa hana. Annars fengi sá litli sennilega svipaða meðhöndlun og kettlingurinn í sveitinni um áramótin. Smábáturinn er í löngu helgarfríi fyrir norðan og kemur heim í kvöld.

Rétt að segja frá því að við erum búin að leggja drög að norðurferð um páskana. Amma-Freigáta (sem er farin austur aftur) er búin að panta fyrir okkur stóra orlofsíbúð á Akureyri, þar sem þau afa og ömmuhjónin frá Egilsstöðum ætla að vera hjá okkur og kannski eitthvað líka Hugga móða. Einhvern tíma á páskahelginni er síðan ætlunin að láta hann Hannes Blandon skíra litla Hraðbát í einhverri fallegu kirkjunni í Eyjafirðinum. Og það verður ekkert sörpræs aukalega í þetta skiptið. En það verða óneitanlega svolítil tímamót í því að hafa svo góðan slurk úr fjölskyldum minni og Rannsóknarskips á svipuðum slóðum á sama tíma. Þó eitthvað komi nú til með að vanta í systkinahópana okkar beggja, sem endranær. En svona er að eiga stórar fjölskyldur, sigldar og siglandi.