26.7.03

Var að spá í...

...eins og Þjóðhátíð í Eyjum er ljómandi skemmtileg upplifun, hvað er þetta með Þjóðhátíðalögin? Er skylda að hafa þau vond? Og öll eins? Í alvöru talað, undankeppni Júróvisíon er frumleg og spennandi upplifum miðað við Þjóðhátíðarhroðann, ár eftir ár. Eins og hátíðin sjálf er síðan mikil snilld. Allt frá söngvarakeppni barna að flugeldasýningunni. Gargandi snilld.

Eníveis, er að mygla í vinnunni. Búin að lesa hvern einasta stafkrók í laugardagsmogganum og þar með er eiginlega upptalið það sem ég get gert hér í dag annað en að bíða eftir safngestum sem ekki koma. Ætla aldrei aftur að vinna óþunn/full um helgi. Það er mjöööög pirrandi.

Þetta er líka fyrsti dagurinn sem ég bókstaflega finn til að vera ekki í höfuðborginni. Er með annað augað á klukkunni og mikið með Sýnurum í anda sem eru að sýna í Elliðaárdalnum seinnipartinn. Ég lofaði að hafa rigninguna hérna megin á landinu. Það tókst ekki. Ég þarf sennilega að fara á regndansnámskeið eins og Svandís.

Faðir minn kom með einhverja undarlega athugasemd í morgun um að ég skuli ekki ákveða svo mikið hvað ég ætla að gera í haust. Það muni reddast. Veit ekki hvort faðir minn hefur allt í einu fengið köllun sem spámaður eða hvort hann veit eitthvað sem ég veit ekki... Undarlegt. Annars hafði ég nú hvort sem er ákveðið að ákveða helst ekkert nokkurn tíma í lífinu, heldur láta það koma mér sem mest á óvart. Annars er ekkert gaman.

Mér leiðistleiðistleiðist!
Getiði sagt eitthvað skemmtilegt? Plíííís?

25.7.03

...but then I got high...

Er búin að vera að leika mér með þynni og terpentínu á illa loftræsta verkstæðinu mínu í allan morgun.
Tviddildídí, lalala...
Dúddúdú.
Rigning í dag.

Reifst við Hrafnkel A. Jónsson (skjalavörð) um varnarmál Íslands í gær. Í dag kom hann ekki í kaffi. O-ó, er örugglega í fýlu. Jæja, vel þess virði. Mér finnst nefnilega svo ofboðslega gaman að rífa kjaft við Hrafnkel... honum finnst það mjööööög vont... en hann jafnar sig vonandi fyrir jól.

Annars, bara að koma helgi og Draumur á Jónsmessunótt að bresta á í Elliðárdalnum. Vonandi rignir ekki jafn mikið þar og hér, þá verður þetta mjög blautur draumur hjá Sýnurum.

24.7.03

Í dag gerist ekkert.
Í gær gerðist næstum ekkert og á morgun gerist trúlega alls ekki neitt. Ekki svo að skilja að mér leiðist. Mér finnst bara svo merkilegt þegar þetta gerist. Að margir dagar í röð eru næstum alveg eins.
Reyndar gerðist eitt í gær. Við Silla fórum fyrir hönd Leikfélags Fljótsdalshéraðs á fund bæjarstjóra en hann vildi eitthvað ræða við okkur um staðsetningu menningarhúss. Það ræddum við við hann með glöðu geði, enda finnst mér fátt skemmtilegra heldur en að rífa kjaft um menningarhús. Gamangaman. Fengum að búa til skriflegt álit sem kemur kannski til með að pirra Sigurjón Sighvatson pínu. En, það verður bara að hafa það, Leikfélagið getur ekki átt heima úti á Eiðum.
Papaball um helgina held ég að hafi verið þjóðsaga. Þá er það bara partýið hjá Ella frænda sem liggur fyrir. Geri mér miklar vonir um að það verði arfaskemmtilegt.
Annars er, ein og áður sagði, ekkert að gerast. Heimspekileg ró og æðruleysi svífur yfir vötnum...

22.7.03

Í dag
hefst í mínu lífi:
"...fjögurra vikna tímabil sem mun einkennast af rómantík, veislum, gleði og glaum."
skv. stjörnuspá Morgunblaðsins.
Jibbíkóla.
Er að huxa um að taka trú á stjörnuspá Morgunblaðsins. Það er örugglega ekki vitlausara en margt annað.

21.7.03

Orð dagsins er:
ÖFUNDARKOFFORT hv.

En það er ég í dag. Hvet alla sem sem geta til að sjá þetta fyrir mína hönd og annarra öfundarkofforta.

20.7.03

Lokaði mig inni um helgina og las Harry Potter 5. Það tók u.þ.b. 40 klst. með einhverjum svefnhléum. Mjög merkileg upplifun, en geðheilsan hangir á bláþræði. Eins gott að ég þarf að fara í vinnuna og hitta fólk á morgun, og alla daga fram að verslunarmannahelgi. Mér og minni geðheilsu er greinilega ekki treystandi fyrir fríhelgum.