
sat ég einmitt á sama stað og nú. Reyndar alveg örugglega að reykja og búin að drekka svona 14 sinnum meira kaffi en í dag. Þá var ég að undirbúa haustfund á Akureyri. Algjörlega meðvitundarlaus um örlög mín. Við Vilborg fífluðumst með að þetta yrði nú eitthvað tíðindalítil samkoma. Gáðum á skráningarlistann. Þótti þar ekki úr miklu að moða. (Tekið skal fram að Rannsóknarskip var ekki á honum. Hann var sörpræs-element á hátíðarkvöldverði með skemmtandi Freyvengjum.) Freyvengir naga sig líklegast í handarbökin í dag, fyrir að hafa sleppt honum í Bandalagið þessa kvöldstund. Það varð þeim nú aldeilis að mannsmissi.
Hefði nú einhver örlaganorn bent mér á gripinn á þessari kvöldskemmtan, og sagt sísvona:
Heyrðu gæskan, eftir árið verður þú nú barasta alveg bandólétt eftir hann þennan!
Er ekki víst að mér hefði nú orðið um sel... en svona er oft framvinda lífsins undarleg. Þetta er ástæðan fyrir því að raunveruleikinn er gjarnan lítt nothæfur í skáldverk. Hann er sjaldnast trúverðugur.
Það er þetta með muninn á possible og plausible.
PS: Þessi dásamlega og heiðríka mynd er úr einleiknum "Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Róbert Redford?" eftir Jón Guðmundsson sem Rannsóknarskip leikur þessa dagana í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur. Er hann á meðal þess efnis sem flutt verður í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld, klukkan 21.00 bæði kvöldin. Miðaverð kr. 1.000.
Missið ekki af þessari einstöku upplifun.