27.10.04

Ferðahugur!

Var loxins að skoða nákvæmilega hvernig dagskráin er í Færeyjum. Auðvitað mest fundir og námskeiðildi, en inn á milli sýnist mér við vera að fara að sjá 2-3 leiksýningar og fara á nokkur söfn. Sem sagt, stíft prógramm, en lítur gífurlega skemmtilega út. Tími ætlaður til svefns og átu er af skornum skammti, eins og við var að búast, en mér sýnist þetta alveg vera alls virði og meira en það.

Kom að því að ferðahugurinn tók völdin, var að fatta að þetta að þriðja utanlandsferðin mín á þessu ári og allar eru þær í þrælmenningarlegum tilgangi.

Er alveg nógu menningarleg til að passa í listaspíruíbúðina mína.

Og þá er það bara heim að pakka á milli vinna. Blogga væntanlega ekki meira fyrr en á þriðjudag. Þá kemur ferðasaga.
Geisp!
Vakti lengi og vaknaði snemma til að skúra skrifstofuna mína. Var að reyna að reikna út hvenær ég sæi fram á að sofa út næst. Það er óljóst og allavega allt of langt þangað til. Oj.

Öjmingja rafvirkinn mætti og komst að ýmsu óskemmtilegu um íbúðina mína. T.d. að ljósið yfir vaskinum á baðinu hafði bara verið tengt öðru megin (sem virkar víst ekki alveg nógu vel með rafmagn) og að kapallinn sem hann ætlaði að nota í eldavélina var of stuttur. Þarf að rífa niður eldhúsinnréttinguna til að laga þetta alltsaman. Hann hefur nú lyklavöld að heimili mínu og lofar að allt verði komið í lag þegar ég kem heim frá Færeyjum. Greyið skinnið. Hann er ekki nema svona rétt rúmlega fimmtán ára og var næstum farinn að skæla þegar hann komst að þessu. Er þar að auki búinn að eyða heilu ári í að endurraða rafmagninu í þessari íbúð og fyrir honum er hún "satanísk". Ég vorkenndi honum ógurlega (sérstaklega þar sem hann er á vegum seljanda og ég þarf ekki að borga honum).

Upplifði í fyrsta skipti í gærkvöldi að vera heima hjá mér og hlusta á kvöldfréttirnar í útvarpinu, í sjónvarpslausa húsinu mínu. Það var nú eiginlega bara alveg ljómandi, kom allavega ekkert að sök, enda kom fólk í heimsókn. Ljómandi dáindisgott.

Mig er hins vegar farið að langa alvarlega að spila jóladiska... ætla nú samt að reyna að sitja á mér fram í nóvember.

26.10.04

Hvaða endalaus fádæma sadismi er það eiginlega að láta mann alltaf fljúga til útlanda um miðjar nætur? Við vorum að komast að því að fyrir Færeyjaferð þurfum við að leggja af stað heiman frá okkur fyrir 5 á fimmtudaxmorgunn. Ojbarasta. Er strax orðin geðvond fyrirfram. Vill reyndar til að ég ferðast með skemmtilegu fólki sem ég treysti þaraðauki fullkomlega til að bera ábyrgð á hálfsofandi mér.

Er líka frekar hálfsofandi þessa dagana þannig að það breytir svosem litlu hvenær ég þykist vakna. Er farin að sjá í hyllingum þann dýrðardag þegar ég get næst sofið út og farið að dingla mér þegar ég loxins vakna... held helst að það gerist kannski einhvern tíma í desember.

Hvar kaupir maður dyrasíma? Ætli sé til dyrabjöllubúð?
Satanískar geðbólgur og annríki alltaf hreint.

Hef ekki séð íbúðina mína mikið síðan ég flutti inn í hana. Nú þarf að eyða deginum í Holtagörðum til að gera nokkurn veginn íveruhæft fyrir kvöldið. Þá vil ég fá fólk. Vek þó athygli á að dyrabjallan virkar ekki. Þarf að nota símann.

Er vonandi að fá rafvirkja seinnipartinn.

Nenni ekki að taka þátt í krossnöldri eða gagnrýniskrifum vegna Margs smás, þrátt fyrir einhverjar áskoranir. Þótt ég hafi ekki "átt" neitt þarna, svona beint, þá held ég að ég hafi alls ekki verið dómbær á neitt sem gerðist þarna. Var aðframkomin af sólheimabrosi og fannst allur heimurinn dásamlegur hreint. Svoleiðis gagnrýnendur eru vitagagnslausir.

Átti samt einn óvart-brandara þegar við komum upp í Borgarleikhús um daginn og sagði við konuna í miðasölunni: „Við erum margt smátt fólk...“ og það vorum við.

Raxt á tilvist bloggs sem er ágætlega gert. Það fær link.

25.10.04

Í prenthæfum fréttum helgarinnar er þetta helst:

Er flutt með allt mit vit á Vitastíg, og er það viðeigandi. Búið að komast að því, the hard way, að það kemst líklega ekki hvað sem er upp stigann minn. Hetjurnar frá Póstinum og Pálmi og Árni stóðu sig þó vel í að koma upp til mín þvottavél og næstumþvíofstóru rúmi.

Eftir allan þennan burð á föstudaxkvöld skelltum við hjónin okkur á Nelly's en þar var ofurgrúppan Hraun að spila. Stórgaman.

Á laugardaginn var síðan Margt smátt. Þar kenndi ýmissa grasa og mér fannst margt skemmtinlegt... Hefði reyndar þurft talsvert til að ná mér niður eftir flutningana og alla þá stórkostlegu viðburði sem ég er að upplifa þessa dagana. Jón Viðar og Silja Aðalsteins gagnrýndu, á köflum ágætlega en stundum undarlega. Kvöldið endaði á því að bandalagið tróð sér inn á Ölstofuna, sem fyrir var þéttsetin. Það var... athyglivert.

Og í gærkvöldi fórum við á Sweeny Todd. Þvílík og önnur eins gargandi öskrandi snilld. Þetta voru 3 tímar sem gjörsamlega flugu hjá. Mæli algjölega með þeirri sýningu!

Og nú er þessi menningarlega helgi bara liðin. Árni minn er að yfirgefa mig á eftir og það verður nú illa bjánalegt að vera í nýja húsinu mínu án hans.
Og svo fer nú eiginlega bara að koma að undirbúningi fyrir reisu til Færeyja sem hefst á fimmtudag. Jæks!