28.4.06

Þriggja mánaða

Freigátan á afmæli í dag og í tilefni þess eru flunkunýjar myndir:


Westham - Liverpool


Spegill, spegill...


Þurfti aðeins að leggja hana frá mér á leiðinni úr heimsókn í morgun. Hún passaði bara vel á skógrindina.

27.4.06

Lán í óláni

Var að koma af sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Mikil og gargandi snilld. Til hamingju, allir sem að komu. Þurfti að æða heim með barnið (það eldra) sem þurfti að komast í rúmið fyrir miðnætti og náði ekki að knúsa helminginn af leikurum/leikstjórum/höfundi sem allir áttu snilldarvinnu.

Mæli algjörlega með þessari sýningu. Önnur á sunnudaxkvöld kl. 21.00, húsið opnar 20.30, skitinn 1000 kall inn.

Við mæðgur erum að fara að hitta nokkrar úr grindhvalasundinu með afkvæmum í fyrramálið. Spænende.

26.4.06

Sætt

Ætti að vera að vinna, en nenni því ekki, er í staðinn að garfa í myndasafni fjölskyldunnar og er að vinna í að búa til vefalbúm. Hér eru nokkur hryllilega sæt sýnishorn.


Sæt...


...sætari...



...sætust.

25.4.06

Hugleikur frumsýndi

á meðan ég var í brúðkaupsferðinni. Um þessar mundir er sumsé verið að sýna leikritið Systur eftir snillinginn Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu. Var að hlusta á gagnrýni Þorgerðar á rás 1 og er hún fantagóð.

Og Hugleikur er hreint ekki hættur í þessum mánuði. Fimmtudaginn 27. og sunnudaginn 30. verður sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum verkið Lán í óláni eftir snillinginn Hrefnu Friðriksdóttur.

Hvorutveggja ætla ég að sjá og miðapantanir eru hér.

En það er líklega vissara að fara að skipulegggja sig. Ég þarf víst að klára eitt af hálfkláruðu leikritunum mínum hið allra snarasta. Er eiginlega búin að selja það austur á heimaslóð.

Og þá er auðvitað allt í einu komin þessi gargandi bongóblíða. Þegar maður þarf virkilega mikið að vera inni.

Javlar i Helvede.

24.4.06

Vá!

Eins og mig grunaði þá er líf mitt alveg nánast fullkomið. Næs.

This Is My Life, Rated
Life:
9.2
Mind:
8.6
Body:
8.6
Spirit:
7.6
Friends/Family:
8.9
Love:
10
Finance:
8.2
Take the Rate My Life Quiz

Mömmujógað

var æði. Og 18 börn, 2-6 mánaða, í einu herbergi, gera hreint ekki jafnmikinn hávaða og maður gæti haldið. Freigátan var mjög dugleg, öskraði alls ekkert jafnmikið og ég átti von á og var voða dugleg að skoða hina krakkana og reyna að tala við þá. Og ég sá að flest börn liggja miklu meira kjur og tala ekki næstum jafnmikið. Ætli hún sé ekki bara ofvirk?

Annars var svakalega fínt hérna þegar við komum heim, en það breyttist á fyrstu 10 mínútunum eftir að við komum heim. Skrítið.

23.4.06

Komin heim

Ynnnndislegt að vera kominn heim til sín.

Var samt dásamlegt í ferðalaginu og dekrað við okkur um allt land. Fjölskylda Rannsóknarskips hélt okkur stórveislu í gær og var þar etið, drukkið og haft gaman.

Ær Smábáts í Brekku í Eyjafjarðarsveit, hún Sokka bar tveimur vænum afkvæmum á meðan við vorum eystra, fjáreigandi nefndi þau Depil og Gyðu. Þannig að Freigátan (og þar með amma-Freigáta) eiga nú nöfnu í norðlensku fjárhúsi.

Freigátan lærði líka að hlæja fyrir norðan, allri fjölskyldunni til gífurlegrar gleði, kátínu og lotningar. Okkur finnst öllum nefnilega allt sem hún gerir vera svo þrælmerkilegt.

Og við mæðgur byrjum í mömmujóga í fyrramálið. Hlökkum til.

Og nú þarf ég bráðum að fara að setja inn myndir. Alveg bráðum. Jájá.