1.9.11

Tölvó

Þegar mikið og brjálað er að gera er um að gera að taka sér frí í heilan dag og hanga heima yfir tölvuviðgerðum. Það er svo gefandi.

Staðan er þannig að fartölvan mín er endanlega dáin. Hefur ekki verið kveikt á henni um hríð, og nú tekur hún alls ekkert við sér. Enda Gyða löngu búin að rífa af henni o-ið og u-ið svo hún ætti að vera löngu farin í varahluti.

Litla Toshiba gerpið sem við keyptum í fyrra er greinilega ekkert að ráða við það sem við viljum láta hana gera og ofhitar á sér, líklega skjákortið, og vill oft ekkert við mann tala. Hún þarf í viðgerð.

Það sem dagurinn fór í var að koma ævagamla turninum okkar í gagnið, aftur. Og það gekk eiginlega alveg furðanlega. Reyndar þurfti að setja upp nýtt vírusvarnar/viðhalds-dæmi og uppfæra öll prógrömm alveg gríðarlega mikið og oft. (Í gærkvöldi installaði greyið 49 uppfærslum, áður en hún fór að sofa.) En ég er nokkuð bjartsýn á árangurinn, bara. Það eina sem hún kvartar yfir er að hún segist ekki hafa nóg vinnsluminni. Svo ég er að spekúlera í að fjárfesta bara í einu svoleiðis og skipta um, eða bæta við, eða hvernig sem þetta virkar. Ætli það sé nokkuð svo hræðilega mikið mál? Jafnvel spurning um að gá hvað voru mörg "RÖM" í fartölvunni sem er dáin? Hún er jú alveg nokkrum árum yngri en sú gamla, í allefall.

Og þrátt fyrir þessar tilfæringar er Rannsóknarskip að hugsa um að fá sér Almennilega fartölvu. Með sæmilega stórum skjá og heilum haug af RÖMum. Verði hægt að laga þetta alltsaman, og bæta einu við, þá verða á heimilinu, að fermingartölvu Smábátsins meðtaldri, 3 PC lapptoppar, 1 turn... auk þess sem ég á náttúrulega Macbook sem ég skil aldrei við mig. Og hana þarf aldrei að laga. Og stýrikerfisuppfærslur kosta skít á priki. Og um leið og ég nenni að bæta fleiri gígabætum í hana, þá ætla ég að kenna henni að keyra Windows (eða að ég fer auðveldu leiðina og hætti í negravinnunni sem krefst þess að ég hafi aðgang að Windows, yfirhöfuð) og þar með hætti ég PC ruglinu alfarið.

30.8.11

Um heiminn

„Þetta er dagur til að brjóta upp rútínuna og forðast ábyrgð (slíkt pirrar þig).“ segir í stjörnuspánni minni í dag. Kannski var ekki góð hugmynd að ákveða að hleypa Rannsóknarskipi í golf seinnipartinn? Annars ætla ég að brjóta þvílíkt upp rútínuna og prófa að djúpsteikja skötusel í kvöldmatinn. Að japönskum Tempura-hætti. Gæti virkað...

Svo er ég að lesa flóknara efni en ég hef gert lengi. Það er alveg gaman. En gengur auðvitað brjálað hægt. Það vantar íslenskt orð yfir "challenge." Mér finnst hvorki áskorun eða ögrun ná því alveg; en það er þetta með að gera eitthvað sem er eiginlega erfiðara en maður getur. Ég held að mörgum mannskepnum finnist það spennandi. Að glíma við eitthvað sem er næstum ekki hægt. Komst að þessu þegar ég var að horfa á The Devil Wears Prada á leiðinni frá Japan. Og fór að pæla í þessu með New York. Þetta er að verða einhvers konar sammannlegur draumur hins vestræna heims. "If I can make it there I'll make it everywhere," söng Frank Sinatra og það er eins og þetta hafi orðið að möntru. Ef maður vill sigra heiminn fer maður til New York.

Þá er spurningin hversu mikið þessi söngur hans Sinatra hafði að segja í því að gera New York að þessum "challenging" stað. Er betra að búa þar en annarsstaðar? Ég hef aldrei komið þangað en skilst að þar sé skítkalt á vetrum, heitt eins og í helvíti á sumrum, allt of margt fólk og stórhættulegt sumsstaðar. En hvað veit ég? Samkvæmt því sem ég hef upplifað með eigin augum, í gegnum sjónvarpið, leysast allir glæpir þar meira og minna vandræðalaust og allir eru alltaf á kaffihúsum eða í "lunch" og eru fyndnir. Enginn vinnur nokkurn tíma í vinnunni og allir eru fyndnir þar líka. Já, svo eru eiginlega alltaf einhver rómantísk intríg.

Og hér í vestuheimskunni ku vera best að búa. Margt fólk frá fyrrverandi Austur-Evrópu og öðrum heimshlutum er til í að selja líkama og sál til að komast hingað. Svo lítur maður í kringum sig, horfir á stressið, skuldirnar, offituna og ofneysluna á öllum sviðum og hugsar:
„Í alvöru?“

Mig er farið að langa til að læra arabísku. Og prófa að búa í Mið-Austurlöndum. Eða Suður-Ameríku. Eða í Afríku. Eða einhversstaðar utan hins vel-auglýsta vesturheims. Einfaldlega til að athuga eitt: Er í raun og veru best að búa í vesturheimi, eða er þetta bara gott PR?

29.8.11

To nenn or not?

Fyrsti dagur í fræðagrúskinu var í dag. Var næstum búin að bræða úr heilanum. Kom heim með svima og hausverk og örugglega engan blóðþrýsting. Fór út að hlaupa. Stutt. Var samt næstum dáin. Lagði mig svo vel og vandlega. Samt ennþá með engan þrýsting og andarteppu.

Búin að skrá mig í fit-pilates og börnin í íþróttaskóla. Langar að missa 10 kíló í vetur og hætta alveg endanlega að vera feit. Mikilvægasta skrefið í þá átt er klárlega að hætta að vera alltaf étandi.
Hvað gerir maður í staðinn? Prjónar?

Negravinnan í kvöld.

Hvað er með statusíska bloggið?
Feisbúkk að kenna.

Óverendát.