6.5.05

Grufl...

Það er eins og mér finnist ég hafa ætlað að gera eitthvað ferlega margt í dag. Núna get ég ekki munað hvað neitt af því var, eiginlega. (Nema náttlega að ég er að fara til Stykkishólms eftir hádegi, en þangað til...?)

Allavega, fór á frumsýningu hjá Hugleik í gær. Þriðja frumsýning þeirra ofvirkninga í vetur. Sú fjórða ef einþáttungasýning í október er talin með. Og enn ein eftir, einþáttungar í maílok, ef text að róta saman nógu mörgu fólki til að gera dót.

Sýningin var hin allra besta skemmtan. Ég hló eins og fífl og fylltist ítrekað aðdáun í garð leikara, leikstjóra, höfundar og allra annarra sem að sýningunni komu. Bara, virkilega gott og gaman.

Eftir var síðan hin skemmtilegasta samkunda heima hjá Doktori Tótu. Þar var sungið mikinn og voru menn ekkert á þeim buxunum að fara að koðna niður úr því þegar ég yfirgaf svæðið. Og ég er ekki frá því að ég hafi kannski veitt honum Hugleiki eins og eina stórleikkonu. Sjáum til.

Og ekki er leikhelgin nema rétt að byrja. Eftir hádegi skal haldið til bandalaxþinghalds í Stykkishólmi. Í kvöld fáum vér þinggestir að gæða okkur á sýningu heimamanna á Fiðlaranum á þakinu. Ég hef huxað mér að syngja með og horfa á búninginn minn úr uppsetningu sama verks á Egilsstöðum, í hljóðri nostalgíu.

Annars þarf greinilega að fara að huga að einhverri markaðssetningu fyrir Bandalaxþing. Það mætir varla nokkur kjaftur á þessa samkundu lengur. Spurning hvort þarf að fara að henda inn í prógrammið tónleikum með einhverjum frægum, ókeypis hárnæringu, eða þvíumlíku, til að trekkja.

Jammogjá. Ég verð allavega væntanlega lítt bloggandi þessa helgi.

4.5.05

Kræst

Guðfræðingur í útvarpinu áðan áréttaði að dagurinn á morgun héti ekki Uppstinningardagur. Mér hefur aldrei dottið það í hug áður, en mun alltaf, árlega, hér eftir.

Og ég næstum búin að gleyma að plögga. Hugleikur frumsýnir annað kvöld leikritið Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur, í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar, í Möguleikhúsinu. Nánari upplýsingar má finna á Leiklistarvefnum of vef Hugleix. (Linkar hér til vinstri.)

Jammjamm.

Óhamingjan

Nú er sól úti.
Þá gengur maður hægar.
Og þegar maður gengur hægar tekur maður meira eftir fyllimönnunum.

Fyllimennirnir sitja gjarnan á bekkjum og ræða óhamingju sína. Eða þá að þeir ráfa um miðbæinn og huxa um óhamingju sína. Eða að þeir standa fyrir utan kaffi Austurstræti og æla óhamingju sinni. Fyllimennirnir eru Fórnarlömb. Oft Fórnarlömb Vonds Fólks, Fjölskyldunnar, Samfélagsins. Þeir eiga það sameiginlegt að eiga ýkt bágt.

Einu sinni þekkti ég mann í Glaðskógum. Hann átti Mjög Bágt. Hans Bágt lá í því að foreldrar hans höfðu skilið einum 20 árum fyrr. Vegna þessa Bágts þurfti viðkomandi að drekka sig fullan öll kvöld og helst reykja ljótt meððí. Jafnvel setja hvítt í nefið. Auðvitað er sennilega vont og leiðinlegt þegar foreldrar manns skilja. En stundum held ég samt að helsta óhamingja Bágtmannsins í Glaðskógum hafi verið sú að hafa ekki betri ástæðu en þetta til að drekka, reykja ljótt og setja hvítt í nefið.

Fyrr þekkti ég annan. Hann varð fyrir því einu sinni að pabbi hans dó, eftir langa sjúkralegu. Svo hætti líka einu sinni með honum stelpa. Út af þessu öllu saman þótti manninum ekki borga sig að vera kátur eða bjartsýnn. Það væri hvort sem var örugglega alveg að fara að gerast fleira slæmt. Það var líka alveg rétt hjá honum. Ég veit að síðan er búið að gerast margt fleira slæmt. Um þennan mann er hugtakið tragedíurúnkari uppfundið.

Löngu fyrr þekkti ég mann sem trúði því að til þess væru vítin að vaða í þeim. Hann ákvað, án nokkurs Bágts, að verða dópisti í útlöndum. Og hefur náð góðum árangri í því, eftir því sem ég kemst næst. Hann er sennilega líkur fyllimönnunum, en ég held hann sé ekki mjög upptekinn af óhamingju sinni, nema svona þegar hann þarf að nota hana til að gera eitthvað reglulega heimskulegt.

Ég held helst að slæmir hlutir komi fyrir alla, svona annað slagið. Og ekkert við því að gera, því miður. En menn geta ráðið hvort þeir þurfa að vera óhamingjusamir út af því á hverjum degi alla ævina.

Og fyllimennirnir halda áfram að sitja á bekkjunum. Ræða óhamingju sína. Gubba og kúka á sig. Og eiga bágt. Kannski finnst þeim það gott.

Raðkvænið

Kom sjálfri mér á óvart í gærkvöldi með því að:

a) Nenna út úr húsi
b) Rata upp í Breiðholt
c) Drekka kaffi að kvöldi dax

Og við Heiða fabjúleruðum mikinn um lífið og tilveruna. Og heimasætan hún Saga orðin svona líka ljómandi stór og myndarleg og farin að baka kanelsnúða!

(Enn eitt sem gæti sagt til um að maður sé orðinn fullorðinn, þegar börn vina manns eru orðin nógu stór til að baka kanelsnúða.)

Í dag er ég þungt huxi um raðkvænið. Mér finnst það merkilegt. Flestir láta ennþá eins og það sé leyndarmál og sé ekki að gerast. Enn fylgir því nokkur skömm að hafa átt í slíku, þó svo að annað heyri til undantekninga. Hið tvöfalda siðferði sem við erum að Það er nefnilega ekkert grín að lifa á tímum flunkunýs skipulax mannlífs. Mig langar soldið til að fræðilegast um fyrirbærið. Hér kemur fyrsti kafli fræðilegra vangaveltna:

Raðkvæni. "Friend or Foe?"

Nú er það orðið þannig í voru mannlega samfélagi að við virðumst hætt að parast fyrir lífstíð fyrsta aðila sem við myndum "parleg" tengsl við í lífinu. Í dag gera flestir nokkuð gott úrtak áður en þeir festa sér eintak, og margir skipta síðan aftur um skoðun seinna á lífsleiðinni. Enn er þetta skipulag frekar nýtt af nálinni og við vitum ekki alveg hvaða afleiðingar þetta kann að hafa fyrir mannkynið. (Við vitum reynar að þetta á eftir að flækja málin fyrir ættfræðingum framtíðar gífurlega, þar sem fjölskyldur hafa óneitanlega flóknast.)

Kostir þessa skipulags eru náttúrulega fyrst og fremst þeir að það gerir ráð fyrir því að fólk breytist. Vaxi sundur eða saman. Og að maður hafi makaval kannski ekki alveg hárrétt í fyrstu tilraun. En hvað varð þá um eilífa ást og hamingju? Þar til dauðinn aðskilur og allt það? Er það orðið dautt og ómerkt eða var það kannski aldrei til? Eða er það enn í jafn fullu gildi og alltaf, en við orðin svo yfirkomin af alheimsfrekju að grasið virðist alltaf grænna hinu megin? Eða erum við orðin svo miklir spennufíklar að sambönd eru ekki skemmtileg nema þau séu ný og spennandi?

Er ég farin að hljóma eins og 6 and the City?

Allavega, ég held að á þessum síðustu og verstu tímum þurfi að gefa út handbók.
Siðareglur á tímum raðkvænis
gæti hún heitið. Þar væri hreinlega sagt til um hvað þykir kurteisi og hvaða hegðan er við hæfi að sýna við hvaða aðstæður á vorum tímum. Þessi handbók held ég myndi henta sérstaklega vel fyrir eldri kynslóðina, þar sem mér sýnist sú kynslóð sem ekki ólst upp við raðkvæni, en ætlar að fara að gaufa við það á efri árum, vita jafnvel síður en vér yngri hvað hún er að gera.

Hmmm... Grufl.

3.5.05

Komið Aððí

Nú skal íbúðin mín á sölu. Helst í þessari viku. Það er víst ekki eftir neinu að bíða, hún á ekkert eftir að teygjast upp í að rúma 3 manns. Það er bara þannig. Þá þarf ég reyndar líklega einhvern tíma að taka til og mynda. Skrattans vesen.

En ég held nú sé rétti tíminn til að grípa til aðgerða við ýmislegt, þar sem draumfarir mínar þessa dagana eru einkar hagstæðar. Ég get nefnilega allt, þessar næturnar. Í nótt spilaði ég til dæmis ljómandi vel á kontrabassa í hljómsveit, þó ég hafi ekki alveg haft á hreinu á hvorri öxlinni hann ætti að vera, til að byrja með, og væri með tvenna vettlinga.

Þetta ræð ég svo að nú sé hagstæður tími til íbúðasölu og annarrar fjáröflunar í lífinu. Enda skuldastaðan orðin... ja svona eins og hún er stundum, á milli þess sem ég nenni einhverju sem ég fæ borgað fyrir.

Jammjamm.

2.5.05

Jahérnahér!

Alheimurinn heyrði greinilega kvört mín. Fyrst barst mér af himnum ofan far til Hafnarfjarðar, svo þegar ég er komin heim, kveiki á tölvunni og ætla að fara að gera eitthvað af viti, hvað sé ég nema inernet! Tölvan mín tengd einhverju þráðlausu sem hég hef ekki grun um hvaðan kemur. Mikið skemmtilegur uppbótarbónus frá Karmanu.

Jeij!

Ojdagur

Sumir dagar eru hreint súrrealískir og geðbilaðir. Þeir byrja yfirleitt á því að einhver vill láta afgreiða sig og spjalla við áður en ég er búin að fá kaffi. Dagar sem byrja þannig verða alltaf skrítnir.

Eitt af því sem gjarnan kemur fyrir á svona dögum er að óvenju margir misskilja atvinnu mína og vitneskjubakgrunn um alla skapaða hluti. (Nei, ég get ekki sagt til um með fullri vissu hvert sé besta leikrit í heimi, hver hafi leikstýrt einhverjumfjandanaum í Iðnó 1943 eða hvernig veðrið sé á Ólafsfirði.)

Svo koma gjarnan upp undarleg neyðarástönd. (Eins og þegar allt í einu þurfa 75 ml af grænum vantslit að komast til Keflavíkur ekki seinna en í gær, annars ferst heimurinn.)

Einnig eiga menn til að hneykslast mikinn á því að við skulum ekki eiga undarlegustu hluti á lager. (700 eins gerfinef, augnblýanta fyrir örvhenta, hárkollu sem er eins og hárið á honum Lárusi á skrifstofunni, fyrir árshátíð Einhversfjandans ehf.)

Og öllu þessu fylgir gjarnan mikil þörf á að svara ótal tölvupóstum um allan fjandann auk þess sem síminn, sem stundum þegir heilu dagana, stoppar lítið.

Og það er einmitt á svona dögum sem skemmtileg verkefni koma upp eins og til dæmis að taka strætó til fokkíng Hafnarfjarðar, í skítakulda, að sækja helvítis bílinn.

Sé fram á að blóta óvenju mikið í dag.
Eins gott að það er Sörvævor í sjónvarpinu í kvöld. Maður hefur þá eitthvað að lifa fyrir.