2.6.03

Ekki er öll vitleysan eins. Fékk upphringingu frá mínum eðal taugalækni í dag. Niðurstöður rannsóknarferlis undanfarinna mánaða eru sumsé þær, að það er ekkert að mínu miðtaugakerfi. Þar er sumsé engan MS að finna, og hefur trúlega aldrei verið. Hins vegar er til staðar bilun í innra eyra sem á að lagast með nokkrum fíflalegum æfingum, hreyfingu hverskonar og ólátum. Þykja mér þetta miklar fréttir og góðar og hefði brugðist við þeim með góðu fylleríi, hefði klukkan ekki verið hálftíu á mánudaxmorgni.
Aðra upphringingu fékk ég síðan í vinnuna, jafnvel skemmtilegri, það var einn af mínum allra fyndnustu kunningjum, hann Snorri Hergill, að tjá mér að að hann ætlaði að vera með uppistand á Akureyri 12. júlí og væri mikið til í að stoppa við á Egilsstöðum og gera slíkt hið sama föstudaginn 11. þess mánaðar. Nú ætla ég sumsé að gera uppistand í bænum og fara að skoða hvar er best að láta hann troða upp (og hverju... haha). Sumsé spurning um hótelið, Valaskjálf, eða jafnvel Nilsen eða Pizza 67? Hefur einhver skoðun?
Fór annars á bráðskemmtilegt djamm á laugardaxkvöld með systur minni og fleira ungu og efnilegu tónlistarfólki. Þar var m.a. Þórunn nokkur Gréta sem bar sig aumlega yfir því að maðurinn hennar og leiðinlegu vinir hans vildu ekki leyfa henni að vera með þegar þeir spiluðu Lomber. (Engar keeellingar.) Við bruggðumst náttúrulega ókvæða við og stofnuðum lomberklúbbinn "Plebba" á staðnum sem á BARA að vera fyrir keeellingar. Við erum meira að segja að huxa um að byrja á því að slá snáðunum við með því að setja upp heimasíðu hið snarasta. (Ásta?)
Þessu djammi lyktaði með einhverri vitleysu niðri á Ormi undir morgunn, en það var viðeigandi þar sem það var síðasta opnunarkvöld þess ágæta pöbbs.
Læt þetta duga af stórféttum í bili, enda er þetta nú bara slatti...

Engin ummæli: