16.6.03

Úr Dal Svarfaðar

Þar sem ég sá að hinn ágæti Varrius er náttúrulega af eigin sjálfánægju fullkomlega upptekinn af sínu eigins námskeiði fannst mér upplagt að bæta aðeins við, svona á meðan hárið á mér er að þorna eftir síðkvölds-gufuna. Hún var annars hins spaugilegasta, við sáum m.a. Ármann og Frosta stunda íslenska glímu á sundbrókunum í einni reykpásunni. Með Svarfdælsku fjöllin í baksýn hefði þetta orðið hið reffilegasta landkynningarplaggat, en að sjálfsögðu hafði enginn haft rænu á því að taka myndavélina með í gufu.
Sumsé. Hér hafa skipst á skin og skúrir, svona veðurfarslega séð, en allir verið með stanslitla sól í sinni. Á mínu námskeiði erum við að vinna með leikritin okkar. Það fer yfirhöfuð þannig fram að við hittumst eftir morgunleikfimi, látum hvert annað lesa fyrir okkur það sem við skrifuðum daginn áður og gagnrýnum hvert hjá öðru, mest uppbyggilega, og erum yfirleitt búin að því um fjögur. Þá er að skrifa fyrir næsta dag. Þetta gerir það að verkum að menn eru rólegir í næturlífinu í mínum hóp, sumir sitja með ritharðlífi við skriftir fram á nætur. Ég er hins vegar alls ekki í þeim hópi og er alltaf búin fyrir kvöldmat. Er komin með vonda samvisku og er að huxa um að fara að gera mér upp stíflur. Kannski hinir séu bara svona mikið að vanda sig...
Þetta hefur annars helst borið til tíðinda.
- Það er búið að fara einu sinni og taka ágæta brekku þar sem m.a. var hringt í Einar Þór á hans þrítugsafmæli, sungið og látið hóflega ófriðlega.
- Séra Þorgrímur á Grenjaðarstað var næstum búinn að reyna að drepa barnunga dóttur Karls Ágústs með því að kasta í hana lyklaborði, en ritstíflukast var meðal greina á Bandaleikum. Við erum búin að reyna að gera okkur í hugarlund viðbrögð manna á slysadeild hefði vesalings barnið þurft að fara þangað og útskýra hvað kom fyrir. "Það kom prestu og henti í mig lyklaborði" hljómar hreinlega ekki sannfærandi. Barnið beint á geðdeild.
Á morgun er síðan þjóðhátíð og þá vitum við ekki enn hvað gerist, það er allt leyndó. Á miðviku dag er óvissuferð, sem verður að hætti Júlla sem þýðir að þar er allt í óvissu líka. Síðan, kvöldvaka á fimmtudag, sýnishorn af námskeiðim á föstudagskvöld og lokakvöld á laugardag.
Sjitt, þetta er alveg að verða búið og hér sit ég og eyði tímanum í að gera Ástu öfundsjúka. Illa gert og heimskulegt.
Látum þar við sitja, fer út í tjals, reyki og fæ mér annan bjór, sé þar nokkur hræða á lífi.

Engin ummæli: