3.7.03

Gaman
Eyddi gærdeginum uppi við Glúmsstaðasel með tveimur klikkuðum þýskum videólistamönnum og meirihluta fjölskyldunnar frá Egilsstöðum í Fljótsdal. Lék mikinn, og fékk að leggja yngri "son" minn í einelti, berja hann, reka hann í burtu og eyðileggja uppáhalds dótið hans með tilþrifum. Aukinheldur eyddu þeir drengir miklum tíma í að útfæra hvernig eldri "sonur" minn gæti slasað sig á gömlum kláf þannig að úr því yrði mikill splatter með gerfiblóði og tárum. Þetta var sem sagt útuvist og holl hreyfing að mínu skapi.
Nýjustu framtíðadraumar: Að búa í Glúmsstaðaseli og Kleif í Fljótsdal og fara á milli með kláfnum.
Annars er ég að stelast í vinnunni, þjóðháttadagur í gangi og hann Sölvi búinn að setja upp eldsmiðju niðri við Tjarnarbraut. Þarf endilega að skoða það svolítið rækilega.
Jibbíkóla!

Engin ummæli: