26.7.03

Var að spá í...

...eins og Þjóðhátíð í Eyjum er ljómandi skemmtileg upplifun, hvað er þetta með Þjóðhátíðalögin? Er skylda að hafa þau vond? Og öll eins? Í alvöru talað, undankeppni Júróvisíon er frumleg og spennandi upplifum miðað við Þjóðhátíðarhroðann, ár eftir ár. Eins og hátíðin sjálf er síðan mikil snilld. Allt frá söngvarakeppni barna að flugeldasýningunni. Gargandi snilld.

Eníveis, er að mygla í vinnunni. Búin að lesa hvern einasta stafkrók í laugardagsmogganum og þar með er eiginlega upptalið það sem ég get gert hér í dag annað en að bíða eftir safngestum sem ekki koma. Ætla aldrei aftur að vinna óþunn/full um helgi. Það er mjöööög pirrandi.

Þetta er líka fyrsti dagurinn sem ég bókstaflega finn til að vera ekki í höfuðborginni. Er með annað augað á klukkunni og mikið með Sýnurum í anda sem eru að sýna í Elliðaárdalnum seinnipartinn. Ég lofaði að hafa rigninguna hérna megin á landinu. Það tókst ekki. Ég þarf sennilega að fara á regndansnámskeið eins og Svandís.

Faðir minn kom með einhverja undarlega athugasemd í morgun um að ég skuli ekki ákveða svo mikið hvað ég ætla að gera í haust. Það muni reddast. Veit ekki hvort faðir minn hefur allt í einu fengið köllun sem spámaður eða hvort hann veit eitthvað sem ég veit ekki... Undarlegt. Annars hafði ég nú hvort sem er ákveðið að ákveða helst ekkert nokkurn tíma í lífinu, heldur láta það koma mér sem mest á óvart. Annars er ekkert gaman.

Mér leiðistleiðistleiðist!
Getiði sagt eitthvað skemmtilegt? Plíííís?

Engin ummæli: