Hmmm. Það eru eitthvað svo ógurlega mörg fynd í gangi í heiminum í dag að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja...
Egilsstaðir hafa tekið á sig gamalkunnan blæ. Nú er komin hin dæmigerða "Egilsstaðafærð" eins og ég man hana. Semsagt, það er eins og bærinn hafi verið glerlagður og hvergi séns að hanga í lappirnar utan dyra.
Þetta hefur það í för með sér að Egilsstaðabúar hafa þurft að þróa með sér sérhæft göngulag og nú vaga allir um eins og fótbrotnar hænur.
Í gær fékk ég spaugilegt símtal. Kona ætlaði að selja mér eitthvað á þeim forsendum að í símaskrá stendur að ég sé til heimilis að Samtúni 2. (Sbr. sumarið 2000) Konan sagðist sumsé vera að hringja fyrir hönd íþróttafélagsins Þrótts.
Ég leiðrétti misskilninginn, sagðist búa á Egilsstöðum og þar með vera stuðningsmaður Hötts.
Konan skyldi ekki brandarann.
Svo er ég ennþá að flissa yfir síðustu Spaugstofu sem er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi.
Siðblinda er sjúkdómur!
Og svo boxið... sem fékk ágætis kjaftshögg um síðustu helgi og hefur verið uppspretta talsverðra flimtinga í kommentakerfi Varríusar síðan.
Ný frétt af boxurum í útvarpinu í dag. Ég hló svo mikið að ég frussaði kaffi út um nefið.
Það er bara eitthvað við myndina af boxurum í landsliðsbúningum með kókaín uppi í rassinum...
Mikið væri gaman að hafa hæfileika Sigmunds núna!
4.12.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli