Framhaldssagan um handrukkarana...
Í ljós kom að einhver ólifnaður hafði verið í gangi í kjallaraherberginu sem Ásta leigir út. (Semsagt, ekki víst að blessaðir drengirnir hafi farið húsavillt eftir alltsaman.) Allavega, í framhaldi af því er leigjandinn úr kjallaranum að flytja út í byrjun febrúar og Ásta er að leita að nýjum leigjanda. Nú verða gerðar kröfur um ýmsa mannkosti.
Á öðrum stað á veraldarvefnum sá ég að hún var búin að setja niður nokkur grundvallaratriði, m.a. karlkyns, myndarlegur, handlaginn og kattelskandi og ekki dópisti að neinu leyti. Svo þarf hann að vera mínímalisti og alveg til í að búa í kjallaraherbergi lennnnngi... (nema náttúrulega hann sé laumuríkur, Ásta geti gifst honum til fjár og hætt að leigja herbergið út.)
Enívon?
Ég er annars ennþá að reyna að koma einhverju skipulagi á líf mitt. Stórt skref var tekið í gærkvöldi þegar ég stríplaðist á náttfötunum á nýja heimilinu mínu í heilt kvöld. Það er ekki fyrr en það gerist sem maður fer að eiga heima á stað. Svo er ég búin að vera dugleg að skreppa á kaffihús með vinunum mínum, eins og hvert annað artífart 101 tilgerðargerpi. (Gott að vita hvaða þjóðfélagshópi maður tilheyrir.)
Ég man eiginlega allt sem ég þarf að vita í nýju/gömlu vinnunni minni þannig að það er bara rólegt. Einhverjir eru búnir að kíkja í kaffi til mín en þeir mættu alveg verða fleiri. Það eru frekar mikil rólegheit í gangi, leikfélög ekki farin að rífa sig upp eftir jólin og sollis.
7.1.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli