27.4.04

Ég'r veik, aðallega í bakinu sem ég fórnaði til Leikfélags Hafnarfjarðar um helgina, og er ekki í vinnunni, en meira og minna vakandi samt, í dag. Var búin að vera vakandi og ekki í vinnunni í u.þ.b. 10 mínútur í dag þegar ég var orðin viðþolslaus af því að vera ekki í vinnunni. Þá urðu ákveðnir atburðir til þess að ég fór að lesa bloggið mitt. Allt frá upphafi fyrir um ári síðan.

Það er alveg fyndið. Þar sá ég t.d. svart á hvítu að ef ég hef ekki geðveikt að gera þá verð ég alveg stjarnspólandi vitlaus. Svosem eins og ég er að verða í dag, og ætla þess vegna í vinnuna á morgun, hvernig sem ég fer að því.

Einnig sá ég að mér hefur þótt ástæða til að minnast á það með reglulegu millibili að vegabréfið mitt er útrunnið. Fékk vægt hjartaáfall, það er ennþá útrunnið og ég veit ekki einu sinni hvernig eða hvar maður lætur endurnýja það, á ekki mynd afmér og þarf að nota það eftir um mánuð. Sjitt.

Og nú er tölvuþolið útrunnið, bakið allt í klessu og ég þarf að sitja/liggja öðruvísi/ annarsstaðar. Það er ekki fyndið hvað ég nenni ekki til læknis. Best að taka um 10 armbeygjur og gá hvað gerist.

Engin ummæli: