5.4.04

Áður en lengra er haldið: Vil þakka öllum sem glöddu mig með návist sinni á laugardagskvöldið. Andarunginn hefur sjaldan verið þéttar setinn af mínu fólki og var þetta alltsaman hin besta skemmtan. Hefði bara viljað ná að tala meira við alla.

Taugaáfallið aðeins farið að hjaðna. Var þó með nokkurri eftirsjá sem ég tók nafnið mitt út af listanum fyrir höfundanámskeiði á skólanum í Svarfaðardalnum. Þetta er í annað skipti sem ég kemst ekki þangað vegna höfundasmiðju annars staðar. Hvaða álög ætli það séu, eiginlega? Ætli til séu einhver alheimslög sem segja að allar höfundasmiðjur í heiminum skuli bera upp á sömu vikurnar, í kringum miðjan júní? Svo var ég að kíkja á flug. Flugleiðir fljúga aldrei til Dublin, svo fari þeir og veri, hins vegar get ég flogið með Icelandexpress til London og þaðan til Dublin eða jafnvel beint til Cork fyrir undir 5 pundum. Lágfargjaldaflugfélög lifi!

Svo á ég vinkonu frá Cork (sem er reyndar hálfgerður heimshornaflakkari og maður veit aldrei hvar hún er) og á heimboð hjá slatta af fólki í Dublin. Kannski maður reyni að hafa uppá einhverju af því... Ef nennan leyfir.

Engin ummæli: