21.7.04

Útvarpsþátturinn er smoðinn og tilbúinn til útsendingar á laugardag. Þeir sem nenna að muna eftir því skulu stilla á gufuna klukkan uppúr hálfsjö. Sjálf hef ég huxað mér að gleyma því, finnst vont og leiðinlegt að heyra í sjálfri mér.

Er að myrða tímann þangað til tölvumálafundur byrjar hér á Skrifstofu Svitans. Úti gargar sólin, eins og alltaf þegar maður þarf að vera inni.

Ýmis deja vu í gangi, getur verið að maður sé alltaf að upplifa sama lífið? Sennilega.

Ætla kannski til Hafnarfjarðar á eftir til að munda klaufhamar og brytja eins og eina leikmynd. Kannski ef nenni. Annars er heldur heitt til alls. Nú eru Sýnismenn öfundsverðir. Þeir eru einmitt að æfa Stútungasögu í gríð og erg og ætla að frumsýna á laugardag í Heiðmörk, og fá þessvegna að vera úti. Þau fara að verða eins og brunaliðið útlits.

Dóri minn ætlar að hjálpa mér að kaupa mína eigins tölvu! (Þ.e.a.s. hann les allar tölurnar sem ég skil ekki, og segir mér hvað ég á að kaupa, og ég borga.) Jibbíííí! Á einhver Might and Magic IX sem hann er hættur að leika sér að?

Engin ummæli: