6.9.04

Þá er frumsýning afstaðin, það er nú aldeilis fínt, hún heppnaðist ágætlega, held ég. Hörður er reyndar búinn að slátra frammistöðu minni á leiklistarvefnum, en þá ber manni náttlega heilög skylda til að segja sem svo "Iss, hann hefur ekkert vit á þessu".

Og, lífsgæðakapphlaupið hefur loxins náð í skottið á mér. Kláraði eitt yfirlestrarverkefni fyrir Islingua fyrir helgi, er að fara í stúdíó á eftir að klára Sögumenn samtímans fyrir næstu helgi og svo er ég komin með aukavinnu við að prófarkalesa DV, seinniparta kvöld og helgar.

Sem sagt, bæbæ bóheimlíf. Nú fer ég að velta fyrir mér húsnæðiskaupum fyrir alvöru og hugsa um hluti eins og að fara með bílinn í skoðun og eitthvað. Láta mig langa í sófasett og ákveðnar tegundir af gólfmoppum fárast yfir verði á þvottavélum, svo eitthvað sé nefnt.

En þar sem nýja vinnan er staðsett í Hlíðunum þá fer ég að horfa meira á 105 svæðið íbúðapælingunum. Er jafnvel að velta fyrir mér að skoða eina sem er eiginlega bara alveg á Hlemmi... og á jarðhæð í ofanálag. Náttlega alveg agaleg staðsetning... og þó, rétt hjá löggustöðinni!

Engin ummæli: