17.9.04

Tíminn er merkileg skepna
Hafiði tekið eftir því að þegar maður hefur allt of mikið að gera, þá verður manni miklu meira úr verki með alla skapaða hluti?

Núna eru til dæmis að ná saman hjá mér tvö brjáluð leikhúsverkefni, auk þess sem ég er að reyna að ná einhverri fótfestu í nýrri vinnu (sem gengur misjafnlega) og ég sé satt að segja ekki fram á að hitta sjónvörp mikið næstu vikur, eða rúmið mitt.
Er hins vegar búin að taka upp hið stórniðuga skipulag Spánverja að hafa síestu á milli klukkan 1 og 5 á daginn.

Sá tími er til margra hluta nytsamlegur og ég er t.d. farin að taka upp á þeirri undarlegu nýbreytni að setjast niður og vinna í hálfkláruðu leikritunum mínum. Það er nú ekki lítið gaman og löngu kominn tími til...

Svo skemmtilega vill til að einn tímanýtnasti maður sem ég þekki á einmitt afmæli í dag, í miðri sláturtíð og er það viðeigandi.
Til hamingju pabbi minn, myndi slátra nokkrum Austurlömbum í dag, þér til heiðurs, ef ég ætti úti kindur...

Engin ummæli: