10.2.05

Hef lokið uppsetningarferli á allskonar nýjum forritum sem nú eru algjörlega fúnkerandi í nýju tölvunni minni. Þetta tengist skemmtilegri auka-innivinnu sem ég var að fá, við að texta DVD myndir. Hljómar snöggtum meira spennandi en prófarkalestur á DV, ekki satt? Á eftir að fara í gegnum eitthvað þjálfunarferli og svo fæ ég verkefni, með tíð og tíma, sem ég get unnið á mínu eigins heimili eða hvar svo sem mér stendur hugur til. Draumastarf hvers letihaux.

Annars er ég búin að vera að krúsa fréttavefi og allskyns hreinlega til að leita að einhverju til að tjá mig um. Og búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég nenni því ekki í þessari viku. Finn ekki fyrir samfélagslegri óþægð af neinu tagi og er almennt sama um allt nema eigin rass sem líður einkar vel í þægindum tilverunnar.

Og Halldór Ásgrímsson með eitthvað sem var slegið upp sem tímamótaviðtal þess efnis að Ísland væri á listanum góða vegna þess að við höfum ekki efni á að styggja kanann hið minnsta. Réttupphend sem er hissa...

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ekki hend á lofti...

Þórunn Gréta sagði...

Ekki hend... en þessi vinna er sannkallaður draumur :D