31.3.05

Kjánaland

Hvernig væri að breyta nafninu á landinu? Í alvöru?
Hér eru drög að nýrri stjórnarskrá:

1. Nafn landsins er Kjánaland.
2. Allir mega hafa ríkisborgararétt, hvers kynþáttar eða þjóðernis sem þeir eru, svo framarlega sem kjánaskapur þeirra er sannreyndur með stöðluðu kjánaprófi.
3. Andlegan leiðtoga skal kjósa reglulega og ber hann titilinn Yfirkjáni. Skal sá hinn sami berast mikið á í kjánaskap það ár.
4. Þjóðarréttur Kjánalands er Fischer and Chips.
5. Í Kjánalandi skal ævinlega taka peningana fram yfir lífið.
6. Þá sem huxa eða véfengja Kjánaboðskap Kjánalandsstjórnar má gera brottræka af kjánalandi. Einnig skal reisa þeim kjánalegar níðstangir í helgasta vígi Kjánalands, Seðlabankanum.
7. Þjóðsöngur Kjánalands er lagið Ísland er land þitt, en við syngist textinn:
Kján kján kjánkján kján
kján kján kján kján kján kján....
Og svo framvegis.
8. Uppeldi barna í Kjánalandi skal háttað á þann veg að þau skulu jafnan íklæðast nýjustu merkjavöru og eiga dýrt dót. Samneyti við foreldra skal ekki hafa forgang. Ungkjánar skulu þróa sinn eigin kjánaskap, frekar en læra kjánið af fyrri kynslóðum.
9. Reka skal heilbrigðis- og menntastofnanir sem gróðafyrirtæki. Til að leyna upprunalegum tilgangi þeirra skal heitum þeirra breytt í kjánastofnanir.
10. Utanríkisstefna Kjánalands skal vera sú að fylgja ævinlega kjánalegustu löndunum í öllum kjánalegum málum.

Sem sagt, þetta breytir ekki mörgu öðru en nafninu...

4 ummæli:

Varríus sagði...

Minnir mig á að einu sinni var ég í hljómsveit sem hét Kjánar. Þar voru líka Eddi "rokk", Ármann "djúpsjávarspendýr" og Halli "þaðverðuraðveraeinhverspennaíðessu".

Þetta var kjánaleg hljómveit og spilaði kjánarokk. Það eina sem lifir af verkum hennar er hið kjánlega viðlag:

"Hafið er fullt af Járnoxíði og gor!"

Silly isn't it?

Nafnlaus sagði...

Ég er stoltur af því að vera Kjáni.

Gadfly sagði...

Styð tillöguna!

Nafnlaus sagði...

Hann halli minn hefur ALDREI verið í kjánalegri hljómsveit, né heldur tekið þátt í neinum kjánatilburðum um ævina!!
Skil bara ekki hvernig þú getur sagt þetta Þorgeir!!
Ylfa