12.4.05

Gaman

Þrátt fyrir alvarlegan skort á veltufjármunum heimilisins og engar horfur á neinum breytingum þar á þá er kæti mín þessa dagana ógurlega mikil. Held kannski að það hafi eitthvað með það að gera að í hausnum á mér spilast til skiptis Killing in the name of og Rússneska lagið, þessa dagana. Svo kemur náttlega fleira til.

- Er að fara tvisvar í leikhús og þrisvar í bíó í vikunni.
- Er að fara að læra eitthvað eftir hádegi 3 daga í vikunni (já, smá skól getur bjargað hjá mér árinu.)
- Var að fá ofurpakka frá Amazon sem kemur til með að halda mér frá því að gera nokkuð af viti heimahjámér í lannngan tíma.
- Desperate Housewifes er til.
- Var að fá dásamlega afmælisgjöf frá Rannsóknarskipinu mínu sem innihélt bæði skemmtilegheit og rómantík í alveg hárréttum hlutföllum.
- Er að fara í óvænta norðurferð um þarnæstu helgi vegna þess að Rannsóknarskipið er dúlla.

Og bara til að gera stelpurnar mínar gular og grænar af öfund. Framtíðarplön mín og míns innihalda auk hamslausrar rómantíkur og afleiðinga þeirra hverskonar:
- Að spila mikið af kotru
- Að læra samkvæmisdansa

Ég er ekki að ljúga og átti ekki einu sinni hugmyndirnar af þessu sjálf!

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Minn spilar nú kotru við mig, en ég er hrædd um að mér takist seint að draga hann í samkvæmisdansana :(

Nafnlaus sagði...

Puhh.. öfunda þig bara hreint ekki neitt, sko. Hann HAlli minn ber af á dansgólfinu. Það vita allir þeir er séð hann hafa í fíling. Tala nú ekki um ef góð ABBA-lög eru í boði.

Gummi Erlings sagði...

Til hamingju með það. Og takk fyrir laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags. Hálsvöðvar mínir voru í fínu lagi, en fermingarveislan á sunnudeginum leið ansi hægt verð ég að segja.