13.5.05

Jiminn...

Gasalega er mar eitthvað bissí og important í dag. Það er svo skrítið að stundum á föstudögum virðist landslýð vanta heil reiðannar ósköp af sminki, allt í einu. Vill til að hún Hulda mín blessunin er í útlöndum og er líklega ekkert búin að vera að bíða eftir morgunskammtinum í dag. (Af bloggi, sko, ekki sminki. Hún er ekkert vön að þurfa svoleiðis... Lengi vel hélt ég að Varríus væri minn dyggasti lesandi. Fyrir nokkru kom síðan í ljós að það var konan hans.)

Og það er einmitt á svona dögum sem maður kemur hlutum í verk. Sýnist einþáttungaprógramm Hugleiks verða. Þátttaka nurlaðist saman á síðustu stundu. Ég er til dæmis búin að klára að manna einþáttunginn sem mig langar að leikstýra á næstu vikum, og komin með einhverja hugmynd um hvenær hægt væri að hafa æfingar. Hef hins vegar enga hugmynd hvernig maður leikstýrir... það verður þá bara að koma í ljós.

Svo þarf ég að þýða dáldið og svo er elsku Rannsóknarskipið mitt að koma til hafnar í kvöld. Verða mikil gleðilæti og rómantík, alla helgina. Ojamm. (Huxanlega lesum við líka saman fyllibyttuþáttinn sem ég ætla að fara að leikstýra og ég segi honum hvernig ég ætla að gera hann og læt hann segja mér hvað ég er klár og fögur og flínk. Hann er mjög góður í því og heldur aldrei öðru fram, sama hvað ég geri.)

Og kæri sálinn hún systir mín segist vera komin með gömluna. Einhver krakki spurði hvort hún væri amma einhvers. Ég held ég fái svipaða tilfinningu, eða allavega snert af gömlunni þegar ég heyri talað um mig sem "konuna".
„Láttu konuna hafa þetta.“ eða „Konan sagði það.“
Hryllingur. Þá vil ég nú frekar heita "fröken".

Eníveis, gleðilega hvítasunnu, til sjávar og sveita, og skemmti sér allir hvar sem þeir ætla að verða. Jammjamm.

Engin ummæli: