2.5.05

Ojdagur

Sumir dagar eru hreint súrrealískir og geðbilaðir. Þeir byrja yfirleitt á því að einhver vill láta afgreiða sig og spjalla við áður en ég er búin að fá kaffi. Dagar sem byrja þannig verða alltaf skrítnir.

Eitt af því sem gjarnan kemur fyrir á svona dögum er að óvenju margir misskilja atvinnu mína og vitneskjubakgrunn um alla skapaða hluti. (Nei, ég get ekki sagt til um með fullri vissu hvert sé besta leikrit í heimi, hver hafi leikstýrt einhverjumfjandanaum í Iðnó 1943 eða hvernig veðrið sé á Ólafsfirði.)

Svo koma gjarnan upp undarleg neyðarástönd. (Eins og þegar allt í einu þurfa 75 ml af grænum vantslit að komast til Keflavíkur ekki seinna en í gær, annars ferst heimurinn.)

Einnig eiga menn til að hneykslast mikinn á því að við skulum ekki eiga undarlegustu hluti á lager. (700 eins gerfinef, augnblýanta fyrir örvhenta, hárkollu sem er eins og hárið á honum Lárusi á skrifstofunni, fyrir árshátíð Einhversfjandans ehf.)

Og öllu þessu fylgir gjarnan mikil þörf á að svara ótal tölvupóstum um allan fjandann auk þess sem síminn, sem stundum þegir heilu dagana, stoppar lítið.

Og það er einmitt á svona dögum sem skemmtileg verkefni koma upp eins og til dæmis að taka strætó til fokkíng Hafnarfjarðar, í skítakulda, að sækja helvítis bílinn.

Sé fram á að blóta óvenju mikið í dag.
Eins gott að það er Sörvævor í sjónvarpinu í kvöld. Maður hefur þá eitthvað að lifa fyrir.

7 ummæli:

Varríus sagði...

... en þú ert sæt þegar þú reiðist

Berglind Rós sagði...

ég get nú alveg skutlað þér í Hafnarfjörðinn ef þú vilt, hvenær þarftu að komast þangað?

Sigga Lára sagði...

Berglind, ég elska þig. Myndi biðja þig að giftast mér ef þú værir ekki búin að plana ferlega mikið að giftast einhverjum Markúsi.

Nafnlaus sagði...

Ég elska þig líka, Berglind. Gott það er einhver til að hugsa um Sigguláru þegar ég er svona langt í burtu.

Nafnlaus sagði...

Sigga mín ég get ekki batur séð að það VERSTA sem hendi þig í dag verði einmitt sörvævor þátturinn. Djö... steypa! Annars +attu alla mína samúð. Ég þurfti áðan að svara spurningu elsta sonar míns: Mamma. HVað fjölga blaðlýs sér hratt????
Dóhhh...
Mitt líf er skemmtilegt!

Spunkhildur sagði...

Vertu bara fegin að það er ekki á þinni könnu að koma í veg fyrir nauðungarsölu á fasteignum ömmu og afa einhverra lúsera.

Berglind Rós sagði...

Híhí það er naumast :-)