3.8.05

Hinn íslenski narsissismi?

Var að horfa á heimildamynd um hernámið á Íslandi í gær. Sem var gaman. Fyrir utan eitt sem vekur mér alltaf jafn mikinn bjánahroll. Auðvitað var næstum hverju einasta eftirlifandi hermannsgreyi sem hingað kom þann 10. maí 1940 stillt upp við vegg og hann spurður hvað honum hafi þótt um land og þjóð.

Komm on! Mennirnir bara í vinnunni. Þurfa að skreppa og hernema eitt sker. Eru reyndar ekki á því nema í örfáa daga. Og hvað? 50 árum síðar vill pakkið á skerinu fá spegilmynd af sér sjálfu í staðinn. Jeij! Það sér okkur einhver! Ó hvað það gefur okkur mikið meir merkingu í stórveraldlegu samhengi!

Já, íslenska þjóðin er líklega mikið í ætt við hann Narcissus sem drukknaði í eigin spegilmynd.

Í framhaldinu fór ég að spá í hversu herfilega ég myndi móðga margar aðrar þjóðir ef einhverjum væri annað en sama hvað mér þætti um þær. Hrædd um að Bretar og Frakkar færu illa útúr því. Norðmenn líka. Eistar, Litháar og Færeyingar hins vegar veeel. Og Írar ágætlega.

Ég veit hins vegar ekki til þess að aðrar þjóðir séu svo spegilmyndagraðar að þær séu neitt að spyrja að þessu. Merkilegt nokk. Efast um að nokkur Kóari hafi spurt neinn Hugleikara: Hádjúlæk Mónakó? Held þeim sé bara nokkuð fokkíng sama hvað slordónum utan úr heimi finnst um land og þjóð. Eins og eðlilegt er hverri þjóð með nokkurn veginn heilbrigða sjálfsmynd.

Sennilega þarf íslenska þjóðarsálin þerapíu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af krónískum besservisma neyðist ég til að koma því á framfæri að Narcissus drukknaði ekki heldur veslaðist ástsjúkur upp við árbakkann.
Tel engar líkur á að svo fari fyrir íslensku þjóðinni.

Ég hef reyndar alltaf haft samúð með Narsa kallinum þegar menn úthúða honum fyrir meðferðina á Echo. Myndu flestir ekki fá nóg af ástsjúkri konu sem gerir ekki annað en að herma eftir manni?
Hmm... þegar maður hugsar málið rifjast nú upp...

Sigga Lára sagði...

Já? Nokkuð til í því.
Ég held nú reyndar að þær séu líka alveg nokkrar, stúlkurnar sem hafa farið illa út úr sérgóðum og sjálfsuppteknum strákum...