23.9.05

Feitan leynist víða

Fór í sund með Smábáti í gær. Sem var skemmtilegt. Á leiðinni uppúr heyrði ég á einkar áhugavert (eða ekki) og ótrúlega langt samtal nokkurra 11-12 ára stúlkna. Sem fjallaði um:
Hvort þessi eða hin innan hóps væri feit.
Hvort hinar eða aðrar fjarstaddar væru feitar.
Og svo gekk mikið á við að sannfæra eina nærstadda, sem var gott efni í offitusjúkling, um að hún væri Heimsins Grennsta Stúlka.

Ég veit ekki hvað mér blöskraði mest, aldur umræðenda, meðvirknin með þeirri feitu eða umræðuefnið sjálft í öllu sínu veldi.

Á heimleiðinni fór ég að reyna að rifja upp mín umræðuefni á þessum aldri. Það er eins og mér finnist að 11-12 hafi ég nú bara mest verið með vinkonum mínum, öllum jafn skítugum og úfnum, uppi í skógi, sennilega að taka myndir af haustlitum á þessum tíma árs. Eða hreinlega í barbí. Og meira að segja þegar gelgjan helltist yfir, og útlit varð vissulega áhugamál, þá héldu nú allir "self respecting" einstaklingar þeim áhuga alfarið út af fyrir sig.

Vér landsbyggðarpönkarar urðum þó varar við að Reykjavíkurmeyjar voru mun uppteknari af tegundum gallabuxna og ælæners (eða afturendastærð nábúans), en vissu sjaldnast hver væri forsætisráðherra. Og af því spruttu trúlega mínir fyrstu fordómar. Sem gerðu smá kombakk í gær.

Ætli unglingar á höfuðborgarsvæðinu séu grunnhyggnari en annars staðar?

4 ummæli:

Ásta sagði...

Ég veit hreinlega ekki hvort ég á að vera sármóðguð eða taka undir allt sem þú segir.

Það er svona að vera alin upp í bæði borg og sveit. Og aldrei hef ég átt ælæner.

Sigga Lára sagði...

Segir væntanlega allt sem segja þarf, þú þinn sveitavargur.

fangor sagði...

ég hef löngum haldið því fram. skammast mín ekki baun fyrir fordóma gegn reykjavíkurbörnum. þú gerir þér vonandi grein fyrir því að við eigum slík á hættu? við verðum að eyða löngum sumrum á landsbyggðinni til að berjast gegn forheimskandi áhrifum....þ

Sigga Lára sagði...

Já, það er nú einmitt ástæða áhyggna minna... Nema við sneiðum vesturbæinn (og þar sem Ásta er til förum við vestur úr og teljum Seltjarnarnesið til landsbyggðar) af fordómunum og ákveðum að fólk þar um slóðir sé undanþegið...