Í vikunni lenti Rannsóknarskipið mitt í sálrænni krísu. Þannig var að það var leikur í Meistaradeildinni á miðvikudaxkvöldi. Og Skipið þurfti af bæ til að horfa á hann. Sem aftur þýddi að hann missti af einbeittustu fjölskyldustundum vikunnar, þegar flotinn safnast saman og horfir á Americas Next Top Model. Ég bauðst til að taka það bara upp fyrir hann, taldi hreint engin vandkvæði á því.
Eitthvað varð minn maður nú vandræðalegur og tvístígandi og hafnaði síðan góðu boði, þar sem hann sagðist eiginlega ekki geta látið fréttast af sér, einhvern daginn, heima að horfa á UPPTÖKUR af Americas Next Top Model.
Og þetta þótti mér svo fyndið að... ég varð að láta það fréttast.
Annars, nei við erum hreint ekki búin að ákveða hvenær eða hvernig eða hvar eða neitt við ætlum að gifta okkur. Mér finnst ennþá svo merkilegt að það skuli hafa verið trúlofast mér að ég kemst eiginlega ekki lengra í ferlinu í bili.
En systir mín hin kjaftforri er búin að panta að fá að vera brúðarmær og mikið væri nú skemmtilegt að setja hana í bleikan púffkjól...
21.10.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Pant fá bumbumyndir af þér á bloggið, svona just in case að ég sjái þig ekki fyrr en eftir fæðingu.
Almáttugur.. svona er þetta líka þegar hann Halli minn gerir eða segir eitthvað einstaklega vandræðalegt, ég hef SVO gaman af því að segja frá því!! Það dregur augljóslega athhyglina frá því hvað ég get verið vandræðalega mislukkuð sjálf!
Hmmm. Árni tók reyndar bumbumyndir um daginn. En mér finnast þær nú eiginlega bara ógeðslegar. Þannig að ég er ekkert viss um að þær fari neitt á veraldarvefinn. Hugrún mín, við verðum bara að reyna að hittast einhvern tíma þegar þú hefur tíma og ég er vakandi. Þarf líka að monta mig af hringnum og svona ;-)
haha! settu stóra slaufu á rassinn á henni líka...
Americas Next Top Model...oh my god!!! ;)
Annars man ég ekki hvort ég var búinn ad óska ykkur til hamingju med trúlofunina enda haft um annad ad hugsa sídustu daga eins og thid kannski hafid lesid. Allaveganna: TIL HAMINGJU! :)
Mér finnst svo gaman þegar fólk er svona duglegt að blogga! Heyrðu er svo bara brúðkaup og alles í vændum! Innilega til hamingju! Það væri nú gaman að fá að vita meira um þetta blessaða rannsóknarskip! Er hann austanbúi?
Æi afsakið, Rannsóknarskip með stóru R-i auðvitað...
Skrifa ummæli