Einhver spurði um hina rökheimskuna sem fer mest í pirrurnar á mér. Hana má einmitt líka nota til afsökunar næstum hverju sem er. Hún hjóðar uppá:
Ég sagðist aldrei ekki ætla að...
Og virkar einhvern veginn þannig að menn geti komið fram og gert það sem þeim sýnist, hafi þeir ekki, í svo mörgum orðum, ekki sagst ekki ætla að gera það. Þar með eru menn alveg komir með sitt eigið lagaumhverfi og siðalögmál. (Tæknilega séð, samkvæmt þessari hyggð, má ég sem sagt alveg drepa mann, ef ég var aldrei búin að taka fram í orði eða riti, með beinum hætti, að ég ætlaði ekki að gera það.)
Þetta er við hliðina á því þegar fólk segir. "Ég var ekki búin að LOFA..." þegar það svíkur eitthvað. Gjarnan notað af einstaklingum sem hrósa sér af að svíkja aldrei loforð. Sem gera það yfirleitt alveg jafnmikið og aðrir, eru bara iðnari við að vinna útskýringar og afsakanir framhjá því.
Þetta var sem sagt hin.
16.10.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eins og talað út úr mínu hjarta.
Über-ofur-mega-magn-stórskota-thriller ofur rökleysan er:
Ég ætla/ði alltaf að...
Sem er allataf haugalýgi.
Og hananú.
Skrifa ummæli