17.10.05

Lannngt síðan

ég hef tekið einhvers konar svona próf og sett hér inn. Raxt hins vegar á þetta og þótti passa í ljósi Biflíurannsókna þeirra sem Varríus er að smita vefheima af.

You are Proverbs
You are Proverbs.


Which book of the Bible are you?
brought to you by Quizilla

Og nú verð ég að spyrja eins og fávís kona, þar sem ég er alls ólæs á Biflíuna á útlensku, hvaða kafli er Proverbs?

13 ummæli:

Ásta sagði...

Ég var Opinberunarbókin. Hvað sem það svo þýðir.

Nafnlaus sagði...

Ég er líka proverbs!! Veit ekki heldur hvað það þýðir.

knús Halla

Nafnlaus sagði...

Ég þori ekki að taka þetta próf af ótta við að koma út sem „Formáli höfundar“.

Nafnlaus sagði...

Afsakið! Gleymdi hinu erindinu, ég var svo upptekinn af því að reyna vera fyndinn.

Proverbs er held ég alveg örugglega það sem kallað er Orðskviðirnir, stutt og laggóð spakmæli sem gjarnan eru gjarnan eignuð Salómon konungi.

Nafnlaus sagði...

Jájá! Gjarnan!

Sigga Lára sagði...

Það finnst mér mjööög kúl. Margt ýkt gáfulegt í orðskviðunum. Minna dáldið á Hávamál...

Varríus sagði...

Proverbs heitir í íslensku biblíunni Orðskviðirnir og er gjarnan kennd við Salómon konung. Hún byrjar svona:

Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs,

til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð,

til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,

til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, _

hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur _

til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.

Varríus sagði...

Tók prófið. Reyndist vera Davíðssálmar. Djöfull er maður eitthvað innmúraður...

Varríus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Magnús sagði...

Áframbeygðar sagnir.

Varríus sagði...

... eða atvinnusagnir,

fangor sagði...

reyndist ég líka orðskviðir salómons. athyglivert það.

Nafnlaus sagði...

Æi hvað er gaman að vera linkur hjá þér :)