26.10.05

Link daxins

fær Maggi Teits fyrir að nenna að lesa og kommenta á langhundinn minn um kvennafrídaginn. Líka fyrir að ætla að eignast barn sama dag og ég. (Föstudaginn 13. jan. 2006. Mikill happadagur.) Svo er hann líka í metrógenginu sem var með Rannsóknarskipi í menntaskóla. Ég kalla þá metrógengið af því að þeir gera gjarnan hittingar eins og matarboð hver hjá öðrum eða hittast í hádeginu niðri í bæ. Þetta langsiðmenntaðasta strákagengi sem ég veit um. Enda hafa þeir endurvakið trú mína á að meirihluti karlkyns vilji kannski ekki endilega verða Hómer Simpson þegar hann verður stór.

Annað er það helst í fréttum að syni mínum blóðsugunni, hinum ófædda, finnst skemmtilegt á leikæfingum. (Væri enda illa í ætt skotið ella. Báðumegin.) Hann er yfirleitt alltaf sofandi, nema þegar ég reyni að sofa, nema Hullarar séu allt um kring að æfa og hlæja. Þá vakir hann og potar í magann á mér innanfrá þegar ég hlæ. Og þegar kemur tónlist, þá get ég sko svarið að hann heddbangar. Er greinilega mikill aðdáandi tónsmíðanna hans Bibba, en sá ber einmitt ábyrgðina á því að afkomandinn hefur verið karlkenndur. Hann dreymdi nefnilega fyrir því.

Vona bara að Afkomandinn fái metrógenið frekar en hellisbúaheilkennið.

3 ummæli:

fangor sagði...

noh, bara forspár. engar myndrænar staðfestingar til?

Varríus sagði...

Já heldur viljum við að erfingi Hugleix verði Kremfress heldur en táfúll fáráður með kvenfyrirlitning.

Sigga Lára sagði...

Nei, það verða enga staðfestingar. Eins og góður maður sagði eitt sinn við ákveðið tækifæri: Það verður að vera einhver spenna í þessu. Enda finnst mér alltof snemmt að fara að troða mönnum inn í kynbundið hegðunarmynstur fyrir fæðingu. Simpson-heilkennin (hvort sem það er Hómer eða Jessica) koma víst í ljós nógu snemma.