Í tilefni markaðssetningarverðlaunaveitingardax:
Í dag var ég í strætó. (Grandivogar) Og þar var líka staddur einn bekkur af börnum á frumstigum grunnskóla. Þetta voru ljóslega söngelsk börn og brustu í einn slíkan í takmarkalausri gleði og hamingju yfir lífinu og tilverunni. Að sjálfsögðu sungu þau auglýsingalag, af því að það er sú tónlist sem börn kunna best í dag.
Eitthvað hafði nú innihald auglýsingarinnar skolast til, allavega heyrði ég þarna bæði af Essó-pulsum og SOS-pulsum.
28.10.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Verst þykir mér að það skyldu vera "pulsur" í bæði skiptin.
Börn segja undantekningalítið pulsur. Einhverra hluta vegna.
Mín syngur um essa pYlsur :)
Hmmm. þetta hefur kannski bara verið einhver white trash-skóli...
Þarf ekki að vera, pabbi hennar er pYlsu-fasisti, þeir sem segja pUlsa eru umsvifalaust stimplaðir sem Reykvíkingar og fávitar... ;-)
Sem er auðvitað það sama! As we know. (Nína, þetta komment var bara til að stríða þér, ef þú ert þarna einhversstaðar.)
Skrifa ummæli