29.10.05

Upphöf

Í dag var ýmislegt fyrst. Það var fyrsta yfirferð á Bara innihaldið, sem mitt fólk ætlar að endurflytja í Þjóðleikhúskjallaranum eftir hálfan mánuð, og svo var fyrsta rennsli á Jólaævintýrinu áðan. Í nótt dreymdi mig að rennsli tæki yfir 8 klukkutíma og uppgötvaðist að inni í leikritinu þyrfti að leika allan Hamlet. Sem betur fór var það ekki neitt fyrir daglátum.

Rennsli tók alveg hárréttan tíma (og ekki nærri því átta) og var harla gott, held ég bara. Reyndar ýmislegt ólagt, ósmíðað, ósaumað og lítið eitt ósamið, en það kemur nú allt, örugglega, einhverntíma. Í kvöld á svo að éta baunasúpu, og það verður nú gaman og skemmtilegt.

Í dag fékk ég allt í einu svona "undarlega" tilfinningu. Einstöku sinnum stendur maður sig nefnilega að því að sitja á laugardegi í iðnaðarhúsnæði úti í bæ, við tuttugasta mann, og vera að leika og syngja og láta öllum illum látum og fatta að þetta séu kannski ekki alveg "eðlilegar" aðstæður. Það sé kannski soldið skrítið að tuttugu manns skuli bara nenna þessu, fullt af kvöldum og helgum. Fyrir ekkert nema fíflaganginn.

En mikið ógurlega er það nú gaman.

Eða eins og blogger leggur til málanna: htagzdrw. (Hitagazdræw?)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eing og venjulega liggja óravíddir netsins út um allt. Það sem ég skrifa hér um elskulega móður mína (og straujárn sko) verður að umræðu í heita pottinum á Hvammstanga. Það bara fréttist alltaf allt... tíhí
Þú átt sem sagt tryggan lesanda á Hvammstanga sem lekur því sem hér er skrifað í MÖMMU (eða lekur ekki).

Sigga Lára sagði...

Hahaha. Mikil snilld. Einhverntíma komst ég líka að því, eftir krókaleiðum, að föðurættin mín var að einhverjum hluta nokkuð dyggur lesendahópur. Auk foreldra minna. Skemmst frá því að segja að kjaftfornisstuðull var lækkaður örlítið og ekki laust við að umfjöllunarefni færu að veljast af aðeins meiri kostgæfni...

Nafnlaus sagði...

Vissi það. Ég var algjörlega viss um að sagan sem ég sagði móðir þinni í heita pottinum kæmi til með að enda hér. Það var tilgangurinn.
Já, ég þarf að gera játningu.......ÉG, Gunnar Halldór ætla að viðurkenna það fyrir lesendum hér og nú að ér er sjúkur í að ég les bloggið hennar Siggu Láru nánast daglega :)og hef mjög gaman af...............og ekki veitir af því ég bý á sama stað og vindurinn á lögheimili, eins og broskerlingin veit þá er nú ekki mikið um að vera hér að vetri til.
Kær kveðja til ykkar allra og ekki síst til hans Árna, það hefur verið frábært að fylgjast með ykkar sam-drætti....:)