18.12.05

Fjölfatlað annríki

Fórum í gær í gífurlegt ferðalag. Nú eru næstum allar jólagjafir komnar í hús auk þess sem fjölskyldumeðlimurinn verðandi á nú rúm og sæng. Mér er mjög hughægra. Litla syss kom til landsins í gær, fór beint að djamma og er sofandi. Það var víst mikklu kaldara og jólalegra í Noregi og hún tjáði mér að ég væri feit. Sem voru mér nú engar fréttir.

Svo er ég búin að koma mér upp þýðingaraðstöðu fyrir hreyfihamlaða, sem er eins gott. Fékk mjög merkilegt verkefni. Að því tilefni er getraun:

Sé maður að texta hvaða mynd getur maður lent í þeim ósóma að þurfa að texta allan textann við Moon River, en er samt allan tímann með allt annað lag á heilanum hvers texti hefst á orðnum:

You say, that we've got nothing incommon
No common ground to start from
And we're falling apart


?

6 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Hmm... ekki er það morgunverðarmyndin hvurs titill er líka titill seinna lagsins? En af hverju að vera að texta hana núna? Nei, það getur ekki verið...

Sigga Lára sagði...

Stundum fær maður gamla klassíkera til meðferðar sem er verið að gefa út á DVD með haugum aukaefnis.

Það er alltaf dáldið skemmtilegt.

Ásta sagði...

"Breakfast at Tiffany's" - góð mynd, vonlaust lag að fá á heilann.

Bára sagði...

Hæ. Gleymdi að sjálfsögðu að skila lyklinum. Sendi hann með pakkanum sem mamma sendi í dag (oní jólakortaumslaginu).
Takk fyrir gistinguna.

fangor sagði...

en skemmtilegt, ég á einmitt eftir að endurnýja kynni mín af þeirri ágætu mynd.

Berglind Rós sagði...

Jamm, þetta lag fer ekki þegar það er einu sinni búið að koma sér fyrir í hausnum á manni!