15.3.06

Skoðanir

Í dag fórum við Freigátan í 6 vikna skoðanir og komumst að því að það er allt í lagi með okkur báðar. Hún er orðin rúm 5 kíló og 56 cm. (Eða í fæðingarstærð ýmissa barna sem ég kannast við.) Og læknirinn skoðaði hana og hún grenjaði á hann.

Annars finnst mér ég voðalega mikið vera að leika mér þessa dagana. Það er mikið að rifjast upp fyrir mér hvað mér fannst gaman í dúkkó þegar ég var lítil. Mér finnst alveg skemmtilegt að vera bara að baða og klæða og skipta á og krúttast með Freigátuna allan daginn. Og þætti ég lifa fullkomlega innihaldsríku lífi þó ég gerði ekkert annað næstu árin.

Svo er það náttlega hinn leikurinn. Það er leikstjórnin. Meira eins og barbí. Á síðustu æfingu lét ég leikarana mína fara í eltingaleik. Það var óstjórnlega gaman og þetta lofar alltsaman mjög góðu. Er ekki með teljandi kvíðaröskun yfir þessu verkefni, en þar er mest um að þakka snöfurmannlegum leiðbeiningum Sigrúnar Valbergs um daginn. (Og geðlyfjunum, vitaskuld.)

Gaman í mínum bekk.

Engin ummæli: