á meðan ég var í brúðkaupsferðinni. Um þessar mundir er sumsé verið að sýna leikritið Systur eftir snillinginn Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu. Var að hlusta á gagnrýni Þorgerðar á rás 1 og er hún fantagóð.
Og Hugleikur er hreint ekki hættur í þessum mánuði. Fimmtudaginn 27. og sunnudaginn 30. verður sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum verkið Lán í óláni eftir snillinginn Hrefnu Friðriksdóttur.
Hvorutveggja ætla ég að sjá og miðapantanir eru hér.
En það er líklega vissara að fara að skipulegggja sig. Ég þarf víst að klára eitt af hálfkláruðu leikritunum mínum hið allra snarasta. Er eiginlega búin að selja það austur á heimaslóð.
Og þá er auðvitað allt í einu komin þessi gargandi bongóblíða. Þegar maður þarf virkilega mikið að vera inni.
Javlar i Helvede.
25.4.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er allt í lagi, það er farið að snjóa aftur...
Hei! sendu mér meira um þetta leikrit eftir Hrefnu sem er sýnt á fimmtudag og sunnudag, get etv notað þetta í blaðið. Semsagt sýningatíma gsm hjá Hrefnu ofl
hugrun@bladid.net
Skrifa ummæli