5.6.06

Dauðans leti

Við erum búin að vera alveg fáránlega löt í dag. Sérstaklega miðað við að við gerðum lista yfir allt sem þarf að gerast áður en við förum í útlegð á föstudag. En þá er ferðinni heitið norður í Svarfaðardal, svo í Eyjafjörðinn, þá austur, og það er eiginlega ekki ætlunin að koma aftur fyrr en í byrjun ágúst. Þann fjórða ágúst, föstudag fyrir verslunarmannahelgi, ætla ég svo að byrja að vinna aftur. Já, sveimérþá, þetta er bara að verða búið. Og ég er ekki búin að neinu sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu. Djöfuls. En, ég kem þó til með að klára eitt leikrit. (Ætlaði reyndar að klára þrjú.)

Jæjajæja. Best að horfa á einn Angel áður en Smábátur kemur heim af ættarmótinu.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Úbbsíúbbs, og ég sem ætlaði að fara að vera svo dugleg að heimsækja þig núna þegar ég er farin að minnka vinnuna og alveg að fara í fæðingarorlof. Ertu viðlátin eitthvert eftirhádegið í vikunni?

Sigga Lára sagði...

Já, það huxa ég. Vissara að hringja á undan sér, samt.