hrökk upp úr Lánsbáti í dag, þegar við vorum á leiðinni í sveitina, eftir að hafa farið í sund og út að borða, og eftir sveitina var stefnt á bíó. Það er sumsé afmælisdagur Smábáts og hver mínúta skipulögð. Nú eru þeir í bíóinu, en við Freigáta heima. Hún er að taka einhvern svakalegan vaxtarkipp og borðar allt sem tannleysur festir á og er sennilega búinn að fitusjúga nokkur kíló af mér í leiðinni. Þessvegna höfum við mæðgur lítið sofið undanfarna daga og erum úldnar.
Halla: Skipulagið fokkaðist upp í gær og ég sá ekki kommentið frá þér fyrr en núna áðan. Ætla að hafa samband áður en við yfirgefum stór-Eyjafjarðarsvæðið, en það verður ekki fyrr en þann 6. júlí. Það verður ekki fyrr en við Freigáta verðum búnar að ná okkar eðlilegu skapgæðum.
Sigurvin og Bjarkey: Er heldur ekki búin að gleyma ykkur. Ætla samt að bíða með heimsóknir þar til fjölskyldan minnkar aðeins.
Bilað að gera í sumarfríinu. Skyldi maður eitthvað ná að slappa af?
Ekki borða Cadburys súkkulaði, það er kúkur í því. Það var í fréttunum.
Og næsta sumar er víst 20. djasshátíðin á Egilsstöðum. Þar með er búið að skipuleggja einn útgangspunkt í næsta sumarfríi...
24.6.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Allt í lagi Sigga mín, hlakka til að sjá ykkur hvenær sem það verður!
Skil að það sé mikið að gera hjá ykkur. Alltaf mikið puð að vera í fríi.
Þið getið þó ekki heimsótt okkur næstu helgi, þar sem við verðum á ættarmóti á Siglufirði. Annars erum við tiltölulega laus í vikunni.
Verðum í bandi.
Amm. Held að vikan sé sniðug. Fjölskyldan verður líklega að einhverju leyti óvenjulítil.
Skrifa ummæli