20.7.06

Hoppurólur og tvöfeldni Bushs

Byrjum á hoppurólunum. Þær eru ekki til á Austurlandi. Svo mörg voru þau orð.

Þá er það hann Bush minn sem er mér endalaus uppspretta fusss og hnuss og fruss. Nú ber hann svo ógurlega mikla virðingu fyrir mannslífum að hann vill ekki láta brúka stofnfrumur úr fósturvísum til neins. Hann ber hins vegar enga virðingu fyrir mannslífum fólks sem er löngu komið af fósturvísastiginu í Afganistan eða Írak eða nokkrum þeim sem hann heldur að geti huxanlega verið hryðjuverkamaður. Og ekki þarf greinilega heldur að bera þá virðingu fyrir mannslífum í Líbanon að menn reyni nú eitthvað að slá á puttana á Ísraelunum. (Sem ég er nú bara alltaf að hallast meira og meira að því að hefðu átt að fara í ofnana, allir með tölu.)

Nei, það er greinilega ekki sama hvort maður er Líbanoni eða albandarískur fósturvísir.

Í nótt dreymdi mig að ég eignaðist tvíbura. Annar kom bara eðlilega á sjúkrahúsi (eða önnur, þetta voru stúlkubörn) en hinn fæddist þegar ég var komin heim og átti mér síst meiri barneigna von. Sú var pínkulítil, aðeins 6 merkur og 40 sentímetrar. Það sem eftir var draums var ég síðan að reyna að finna tíma til að blogga stórtíðindin.

Hverju skyldi sæta?

7 ummæli:

Magnús sagði...

Uppspretta hnuss eða hnusss?

Nafnlaus sagði...

Þetta er fyrir því að þú munt eignast annað barn áður en árið er liðið. N. k. tvíbura. Nema þú sért með tvíburabróðir. Láttu athuga það ef hin spáin rætist ekki. Þessu spái ég semsagt hér á heitasta degi ársins - og er ekki hvorki með hitakóf eða sólsting.

Nafnlaus sagði...

Tvíburar og sms. Líklegra þykir mér að þú munir kaupa þér tvítóla símtæki innan tíðar. Skömmu síðar færðu í það dularfullt símtal frá einhverjum sem segist vera hálfnafni Freigátunnur og krefst þess að þú takir upp nafnið Sigríður Mey Sigurjónsdóttir. Skammstafað SMS. Biður þig síðan að rétta Rannsóknarskipinu hinn símann, þeir þurfi að tala saman eins og maður við ... (og þá slitnar).

Nafnlaus sagði...

Tvítóla? Alveg er það nú eftir Sævari að fara að blanda einhverju klámi og ósóma inn í alvarlega umræðu um draumaráðningar!

Sigga Lára sagði...

Maggi: Er ekki réttara að segja hnusss? Mér finnst það.

Móðir mín var annars að fletta upp í draumaráðningabók og þar stóð að að eignast tvíbura væri fyrir tvöföldum erfiðleikum... Hvað svo sem það þýðir. Kannski lendi ég í erfiðleikum vegna tvöfeldni? Seinni erfiðleikurinn verður þá allavega voða lítill. Bara sex merkur og 40 sentíemtrar.

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg tilviljun af því pistillinn heitir nú "tvöfeldni Bushs". En ég biðst afsökunar á mislestrinum hjá mér. Þar sem þú varst að leita að "tíma til að blogga stórtíðindin" breyttist í "síma til að senda sms" í minninu á mér rétt á meðan ég skrapp yfir í kommentakerfið. Það breytir öllu!!! Ég er bara alveg lens.

Nafnlaus sagði...

Nú er ég með þetta. Ég var ekki alveg búin að átta mig á samhenginu í pistlinum, en það er þar engu að síður. Altsvo tvöfeldni Bushs. Þetta munu vera þeir feðgar endurgengnir í þér - í draumi. Og þá væri gaman að vita hvort George W. hefði ekki einmitt verið 6 merkur og 40 sm. við fæðingu. Og stúlkubörn. Einmitt. Sjaldan hafa 2 feðgar verið eins miklar KJEEEEEEELLINGAR.