6.9.06

Símtal

"Dríng dríng" heyrist í heimilissímanum. Ég anza.
Ég: Halló.
Síminn: Já góðan dag.
(Ég huxa: Oh. Sölumannsrödd.)
Síminn: Jónas Sen heiti ég.
(Ég huxa: What? Hvað getur nú verið að sýna eftir mig sem er með SVO vondri tónlist að honum finnst ekki nóg að skrifa um það í moggann, heldur þarf hann að hringja í mig persónulega? Fatta svo að það er ekki verið að sýna nokkurn skapaðan hlut eftir mig neinsstaðar og verð enn meira spurningamerki í framan.)
Jónas: Það er út af Róberti Steindóri. Hann verður í píanótímum hjá mér í vetur.
Ég: (Gjörsamlega eins og ekkert sé sjálfsagðara.) Nú, já. (Huxa um leið: KÚL MAÐUR!)

Ðe rest is historí. Smábátur verður með svakalega frægan kennara í vetur Enda ætlar hann að verða snillingur. Jafnvel meiri en hann er. Jeij!

Engin ummæli: