16.11.06

Leikfélagið Hugleikur

Fékk í dag viðurkenningu menntamálaráðherra í tilefni af degi íslenskrar tungu. Er hann vel að því komin, því útúrsnúningar, orðaleppaásláttur og reglulegt hopp á menningararfinum er jú alveg bráðnauðsynlegt til að halda menningararfinum lifandi. Hér er oggulítil frétt um málið, en vissulega mun farið mikinn á Leiklistarvefnum um leið og ég kem í vinnuna í fyrramálið. Þeir létu alveg hjá líða að minnast á þetta í kvöldfréttum sjónvarps. Fannst merkilegra að menntamálaráðherra hefði tekið vélritunarpróf. Hommar og plebbar.

En mikið hrrroðalega erum við nú montin af okkur í dag öllsömul. Til hamingju öll við.

Ég fengi hins vegar engin verðlaun sem móðir, kona, meyja né neins konar starfsmaður byggt á frammistöðu í dag. Mestan hluta dagsins var ég að reyna að þýða, pakka, láta yngra barnið þegja, eldra barnið læra og bóndann sofa úr sér næturvökur undanfarinna þýðingamikilla nátta. Var að lokum orðin bandúrill og skítkalt. Lét þá bóndann og börnin sjá um sig sjálf á meðan ég fór í heitasta bað í heimi og öll fötin mín. Og nú blogga ég í stað þess að reyna að halda áfram með þýðingaverkefnin sem fyrirséð er að koma til með að ná langt fram á nótt. Gáfulegt.

Og hvað er eiginlega að þessu fokkíng veðri?

Engin ummæli: