17.1.07

Feitt er fallegt

Sagði hún Fríða einu sinni í einþáttungi.
Ég vona að það sé satt.

Þannig var nefnilega í síðustu viku að ég gat lítið labbað sökum snúnings á löpp. Og það var eins og við manninn mælt. Á miðvikudegi heyrðist "flabb" og fram spratt jólaspikið í keppum á ýmsum stöðum. Hamborgarhryggurinn á rassinum, konfektskeppir allt í kringum mittið, og ýstran stóð allt í einu út úr öllum meðalstórum buxum. Og ég er ekki einu sinni orðin ólétt! Gerði þau mistök að vigta mig, og síðast þegar ég var svona þung var ég komin heilmarga mánuði á leið. (Vísbending, Jólævintýrið var orðið 70 blaðsíður.)

Hólí fokkíng krapp.
Ég hef reyndar einu sinni orðið alveg fokfeit. Þá var ég líka hrrroðalega þunglynd. Veit svosem ekki hvað var orsök og hvað afleiðing. En þegar maður er að plana barneignir og er með stoðkerfi sem varla er aftur farið að standa undir sjálfu sér eftir þá síðustu, kann þetta hreint ekki góðri lukku að stýra.

Sem betur fer er ég farin að geta labbað í vinnuna aftur, sjúkk. Er líka búin að taka að mér leikstjórn á langstærsta verkefninu mínu hingað til (fyrir febrúardagskrá Hugleix í Þjóðleikhúskjallaranum, sem mun heita Þjóðlegt stöff, svo maður plöggi) og missi vonandi einhver kíló í stressi og taugaveiklun. Ef ekki þá lítur út fyrir að ég fari í þriggja stafa tölu á árinu, ef plön ganga eftir.

Dem.

Engin ummæli: