30.1.07

Grasekk

Þetta ætlar ekki að verða besti janúarmánuður sögunnar. Rannsóknarskip þurfti að yfirgefa flotann á sunnudagsmorgun og fara norður vegna alvarlegra veikinda föður síns, sem er á sjúkrahúsi.
Hann kom aftur í morgun. En tengdapabbi er þungt haldinn og verið getur að Árni fari aftur norður um helgina.

Enn einu sinni tek ég ofan hatt minn og staf fyrir öllum einstæðum mæðrum og grasekkjum, hvar sem þær er að finna. Þetta er svosem alveg hægt, en krefst mikillar skipulagningar og vinnu. Smábátur er reyndar orðinn einkar liðtækur í Freigátupössun þannig að ég hafði mjög góða hjálp. Komst hins vegar að því að ég kann til dæmis ekkert að svæfa hana.

Nú eru feðginin sofandi. Ég þarf samt að fara að vekja þau, þar sem við erum að fara á fund í skóla Smábáts. En við erum öll meira og minna úldin og ósofin, eins og aðstæður gera ráð fyrir, og verðum trúlega ekki sömu fyrirmyndarforeldrarnir og venjulega.

Einhverntíma ætla ég líka að sofa. Mikið.

2 ummæli:

Auður sagði...

Mikið er ég fegin að ég er ekki sú eina sem finnst hálfómögulegt að vera grasekkja. Einhvern veginn finnst mér alltaf jafn óyfirstíganlegt að þurfa að hugsa ein um HEILT BARN í einhvern tíma. Einstæðar mæður hljóta að búa yfir einhverjum duldum ofurkröftum.

Berglind Rós sagði...

knús