12.1.07

Lífsbreytandi ákvörðun

Það er ekkert sérstaklega kúl að vera hamingjusamur.
Þannig að:
Fokk ðe kúl.
Ég er hamingjusöm.

Hamingjusamlega gift, finnst gamana að eiga börn og vera búin að hanna þvottafrágangskerfi fyrir heimilið. Og dauðlangar að taka til í fataskápunum og verð hamingjusöm þegar ég finn matvörur á góðu tilboði.

Auðveldasta leiðin til að virka gáfaður er líka að vera fúll yfir því hvað allir séu mikil fífl. Tala niðrandi um og til sér heimskara fólks og setja sig á háhest flókinna skoðana og rökfærslna um hitt og þetta. Það stendur líka í gagnrýninni huxun að það eigi maður að gera.

Kannski ég ætti bara að reyna að finna einhverjar aðrar leiðir til að reyna að ljúga því að heiminum að ég sé greindari en annað fólk? Keypti mér til dæmis dragt um daginn...

Eða gefa kannski bara skít í þetta með gáfið og vera bara hamingjusöm?
Já, þetta er hvort sem er bara einhver meinloka í mér. Síðan ég var lítil og ljót. Þá fór ég að ríghalda í þennan mannkost. Núna gerir hann eiginlega ekkert fyrir mig nema að skapa mér samviskubit þegar ég er ekki að gera eitthvað gáfulegt. Eða hef ekki gáfulega skoðun á einhverju. En ætli það breyti svosem nokkru þó ég hætti að nöldra yfir öllu sköpuðu og ósköpuðu? Mér er það til efs.

Best að henda þessu bara öllusaman á bakvið sig.
Það myndi Zen og Dalai Lama segja.

Ég er hamingjusöm.
Og finnst það bara... kúl.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það lýsir miklum gáfum að vera hamingjusamur og njóta þess. Þetta er svo oft spurning um afstöðu svo njóttu hamingjunnar sama í hverju hún felst, það er afstætt

Berglind Rós sagði...

Ég verð alltaf ótrúlega hamingjusöm þegar ég er búin að versla til vikunnar í Bónus og næ að halda upphæðinni innan markanna sem ég setti mér. Ótrúlega kúl ;-) En varðandi táknmálið, þá er mig búið að langa að læra það í mörg ár, ég væri alveg til í að skoða það!

Nafnlaus sagði...

Ég held að ef maður nýti hæfileika sína (þ.á.m. gáfur) samfélaginu til góða á grundvelli samhygðar er maður líklegri til að öðlast hamingju. Ég held því að gáfnafar og hamingja hafi alla möguleika til að fara saman. Allavega þarf pirringur á gáfnaleysi annarra ekki að eyðileggja fyrir gáfaðra fólki. Aðeins er þörf á umburðarlyndi.

Nafnlaus sagði...

Það er kúl að vera alveg gengdarlaust hamingjusamur og kostar bara ekki neitt! Til hamingju með að vera kúl, hamingjusöm og vel gift;-) Knús ljúfust mín til ykkar allra á Ránargötunni og gleðilegt ár og takk fyrir gömlu

fangor sagði...

tjah, maður spyr sig. fer þá almennt ekki saman að vera með gáfnafar yfir meðallagi og að vera hamingjusamur?

Nafnlaus sagði...

Lífgæði fara ekki efti greind. Það að hampa greind sinni á kostnað vangreindar hinna er öryggisleysi. Hamingjan eykur sjálfsöryggið og öfugt. Greind hefur ekkert með það að gera.