27.2.07

Blogg um blogg

Þegar maður er andlaus verður alltaf einhver annar til að bjarga manni. Snilldarpistill á Ylfubloggi, sem gerir Bolungarvík af einkar freistandi stað til að vera á.

Hvað er annars bolungur?

2 ummæli:

Gríshildur sagði...

Bolungur er trjábolur - eða rekaviður nánar tiltekið.
Það var að minnstakosti gott að búa í Bolungarvík á 9. áratugnum :)

Nafnlaus sagði...

Jú það er rétt, bolungur er drumbur og hefur víkin nafn sitt af slíkum viðarbolungum sem hafa væntanlega verið reki á strönd hennar. Það er til önnur Bolungavík á Ströndum en taktu eftir því að hún heitir Bolungavík, ekki BolungaRvík, eins og þessi Bolungarvík hét einnig til forna. Við vonda meðferð í munni Víkara hefur R-ið að öllum líkindum bæst við um þar síðustu aldamót.
Þetta var fróðleikur dagsins, takk fyrir komplimentið, bæðövey.