4.2.07

Nú þrjú

Smábáturinn er kominn heim. Rannsóknarskip er fyrir norðan að undirbúa jarðarför. Freigáta er að fá kvef. Það er því frekar aumur lítill floti sem kemur undan þessari helgi.
En hann getur þó hniprað sig saman í nýþrifinni íbúð sem amma-Freigáta tók í alþrif um helgina og hugsað um að öll él birtir upp um síðir.
Við erum öll að hugsa til fallega fólksins okkar á Akureyri og nágrenni og ætlum að hitta þau bráðum.

En nú ætlar þessi Orðabók að halda sér saman í nokkra daga, í virðingarskyni.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi já. Það er snúið þetta líf.

fangor sagði...

ég samhryggist ykkur.

Svandís sagði...

Innilegar samúðarkveðjur. Knús á línuna.

Spunkhildur sagði...

Ég hugsa til ykkar og samhryggist. En englarnir vaka yfir ykkur, fallega fjölskylda.

Hugrún sagði...

Ég kem suður á fimmtudagskvöld, verðið þið farnar norður þá? farið þið fljúgandi eða keyrandi?

Nafnlaus sagði...

Ég votta samúð mína. Við Bjarkey verðum bæði heima á Akureyri um næstu helgi ef ykkur vantar gistingu eða pössun.

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist ykkur Sigga mín, knús að norðan

Þórunn Gréta sagði...

Samúðarkveðjur til ykkar allra, knús og föðm.

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist!