23.2.07

Tímarnir breytast

Það er eitthvað undarlegt í gangi. Ég er að finna hjá mér skrítnar langanir og þrár. Og fleiri í kringum mig eru farnir að haga sér undarlega. Framkvæmdarstjórinn minn er til dæmis byrjaður að blogga. Og hyggur á reykleysi. Eins og það sé ekki nógu skrítið, þá er mig farið að LANGA út að hlaupa og í líkamsrækt. Svona þrekræktun með tækjum og vítisvélum og svitalykt. Á kvöldin og um helgar.

Við höldum kannski að heilsuræktaræðið sem ku vera að halla í tvítugt sé kannski að ná í skottin á okkur. Eða kannski er það bara vorið í loftinu sem hefur þessi áhrif.

Mig langar líka í annað hjól. Í staðinn fyrir það sem var stolið. Bara flottara. Og barnastól á það. Og muna svo að læsa því...

Í öllu falli ætla ég að elda baunasúpu handa honum Hugleiki á morgun. Er búin að fá mergjaða uppskrift. Þetta getur ekki klikkað.

Engin ummæli: