16.4.07

Yndi

Undanfarið hef ég verið uppá mitt alstressaðasta. Síminn minn hefur aldrei áður hringt jafnoft á jafnfáum dögum og heilabúið á mér hefur verið í stanslausu óverlódi. Og ekki veit ég á hvaða geðdeild ég hefði endað ef ekki væri fyrir Rannsóknarskipið mitt og mömmu.

Mamma mín kom spes til Reykjavíkur til að vera au-pair hjá mér um helgina. Hún er búin að sjá um börnin og búið og núna er alveg ótrúlega hreint heima hjá mér, miðað við að ég er búin að eyða helginni í símanum og á fylleríum. En nú fer hún heim á eftir og verður sjálfsagt fegin að hvíla sig.

Rannsóknarskip er búinn að standa sig hreint eins og hetja undanfarna mánuði. Og hitti endanlega í mark í gær þegar hann brá sér á geisladiska og DVD markað í Perlunni. Þannig er að ég er búin að vera að leita að einum diski, svona þegar ég man eftir því, í ein 19 ár. Frá því hljómplatan seldist upp í Kaupfélaginu á Egilsstöðum fyrir jól 1988.

Vegna þess að maðurinn minn er minnugur og sniðugur, þá er ég nú orðinn stoltur eigandi hljómdisksins Sunshine on Leith með skosku ljótpoppurunum í Proclaimers.

4 ummæli:

Varríus sagði...

Stórkostlegt band, en á það ekki að vera "Leith"

Sigga Lára sagði...

Þokkalega.

Nafnlaus sagði...

Og á það ekki að vera Proclaimers?

Sigga Lára sagði...

Dísuss. Mér veitir greinilega ekkert af meiri menntun.

Ég hafa tvær háskólagráður. Samt vera fáviti. Jájá.