8.6.07

Þakkir og þökkur

Mig langar að þakka öllum sem sáu sýninguna í gær alveg svakalega vel fyrir viðtökurnar. Og þeim sem sáu hana í kvöld, líka. Nú rignir fallegum sms-um yfir skelþunnt höfuð mitt. Takk, ástsamlegast.

Frumsýningarpartí í gær endaði niðri á Gauk á Stöng þar sem ég náði í skottið á Hundi í óskilum og sá prógramm Ljótu Hálfvitanna. Það var aldeilis ljómandi. Í dag sigldi Rannsóknarskipið norður yfir heiðar til fundar við Skólann í Svarfaðardalnum, sem er einnig þess valdandi að helmingur blogganna á linkalistanum mínum verða óvirk næstu vikuna. Smábátur er í sumarbústað með ömmu sinni um helgina, svo við Freigátan erum bara tvær að sullast heima.

Fór á skólaslit hjá Smábátnum í dag. Það var óskaplega gaman. Alltaf jafnfyndið þegar maður rext á fólk á svona foreldrasamkomum sem skilur síst í því hvernig ég fór að því að eignast barn og koma því á skólaaldur á tveimur árum. En drengurinn kom heim með allskyns listaverk frá vetrinum og frábæran vitnisburð um frábæra frammistöðu í öllu. En ekki hvað?

Nú ætla ég að horfa á marga Friends-þætti í röð og borða allt sem ég finn. Glammó.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvittun...