1.6.07

Og svo er aftur fyllerí á morgun!

Missti ég út úr mér í gærkvöldi, í vælutón, þar sem ég sat með nokkrum félögum og reykti allra síðustu retturnar á pöbb á Íslandi. (Sem fór btw. vel fram. Drepið var í á miðnætti, með pompi.) En í kvöld verður seinni tónlistardagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum, 0pnað klukkan 10.00. Ég ætla að vera þar og halda uppá að ég sé hreint ekki lengur í stjórn Hugleix. (Með því að vera í miðasölunni.)

Fór að skoða hvenær ég ætlaði að vera í fríi og hvenær ég ætlaði að hætta hérna á Bandalaginu, og komst að því að þetta er ekki neitt neitt sem ég á eftir að vinna hér! Hætti 15 ágúst, því þá fer Rannsóknarskip að kenna í Hagaskóla. Og mér finnst ólíklegt að Freigátan verði komin inn á leikskóla. Þá fæ ég að vera Heimavinnandi Húsmóðir í hálfan mánuð, áður en ég verð Nemi.

Í þarnæstu viku fæ ég að vera einstæð móðir í viku... eða eitthvað svoleiðis... reyndar á síðan Smábáturinn að vera fyrir norðan eitthvað af tímanum... ég veit ekki alveg hvað ég geri. Einn möguleiki í stöðunn er reyndar að vera bara búin að pakka fyrir Frakkland og bruna svo norður með börnin og buruna um miðja viku, athuga hvort Árni Hjartar er nokkuð að gera með Reiðholtið og vera bara þar, svona seinnipartinn af skólanum, og taka Rannsóknarskipið svo með heim. En... ég er bara alveg rugluð og veit ekkert. Á ég kannski bara að vera heima að þrífa með Báru syss? Er of mikið vesen að keyra norður, og svo aftur suður, og fara svo til útlanda tveimur dögum seinna? Verðum við þá kannski bara öll orðin geðveik?

Sjitt hvað ég er búin að drekka allt of mikið kaffi í dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Iss. Gerðu nú bara það sem þú vilt. En ég get alveg þrifið heimilið ein, og þess vegna hent í nokkrar þvottavélar fyrir fyrirhugaða utanlandsferð yðar.