13.7.07

Og þá er vikan búin

Það verður nú gífurleg lyfristöng fyrir sumarafköst skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga ef það hefst í vetur að festa kaup á húsnæði undir hana sem ekki breytist í bræðsluofn um leið og sést sólarglenna á lofti. Þessa dagana kemur maður inn og svo hefst kapphlaupið um að opna alla glugga og bakdyr áður en maður fellur í öngvit af hita. (Og hvað gerir maður þvínæst? Jú, fær sér kaffi.) Klæðaburður á vinnustað er eins takmarkaður þessa dagana og siðsemismörk leyfa.

Einhverjir halda kannske að þessu battríi hljóti nú að vera óhætt að loka vegna sumarleyfa? Öðru nær. Nú bíður fjall handrita sem barst með styrkumsóknum sem þarf að skrá inn í tvo mismunandi gangagrunna og ganga frá. Semsagt, það er nýsköpun í handritagerð sem stendur sumarlokun algjörlega fyrir þrifum, þessa dagana. En ég verð að játa að þessi vinna fékk algjörlega nýtt og spennandi yfirbragð eftir að ég fékk möppur í öllum regnbogans litum til að setja handritin í. Einnnssstaklega spennandi.

Eftir hádegi rennur svo upp svona helgi. Fyrsta helgin sem við erum heima með Rannsóknarskipi og öllu frá því í byrjun júní. Maður bara kann þetta ekki.

Engin ummæli: